Ógreiddar sektir vandamál

Hraðamyndavél.
Hraðamyndavél. mbl.is

Erlendir ferðamenn skildu eftir sig ógreiddar hraðasektir fyrir um 40 milljónir króna í fyrra á grundvelli mynda úr stafrænum hraðamyndavélum sem staðsettar eru á völdum stöðum á landsbyggðinni.

Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Snæfellsnesi, en þangað berast upplýsingar úr myndavélunum, segir mikilvægt að leita leiða til að leysa úr þessu vandamáli, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Stafrænu hraðamyndavélarnar eru allar tengdar við símalínu og hlaða starfsmenn sýslumannsins á Snæfellsnesi myndum úr myndavélunum niður á tölvur embættisins og vinna úr þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert