Boltinn er hjá Hæstarétti

„Málið er einfaldlega hjá Hæstarétti“, segir Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður Hraunavina, í samtali við mbl.is spurð út í kærur vegna framkvæmdanna við nýjan Álftanesveg.

 Um er að ræða tvö mál og snýst annað þeirra um lögmæti framkvæmdanna og hitt um það hvort leggja skuli lögbann við framkvæmdinni.

Nú er beðið ákvörðunar Hæstaréttar um hvort leita skuli ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þessi fernu umhverfisverndarsamtök hafi lögvarða hagsmuni af því að lagt verði lögbann við framkvæmdinni.

.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert