Ökumaðurinn dauðadrukkinn

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Um miðnætti var tilkynnt um að tvær fólksbifreiðar hefðu skollið saman á gatnamótum Snorrabrautar og Flókagötu. Annarri bifreiðinni var ekið rakleitt af vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Skömmu síðar fannst bíllinn yfirgefin á Vitastíg, nokkuð laskaður og snéri hann öfugt miðað við aksturstefnu í götunni. 

Eftir leit að ökumanninum í nágrenninu var hann handtekinn þar sem hann sat að drykkju á bar skammt frá. Ökumaðurinn, sem er tæplega þrítugur karlmaður, var áberandi ölvaður og reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna. 

Hann er vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar hann verður í ástandi til þess. Engan sakaði í árekstrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert