Smábátar komu með yfir 82 þúsund tonn að landi

Smábátar í höfn á Djúpavogi.
Smábátar í höfn á Djúpavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Afli smábáta á aflamarki, strandveiðibáta og krókaaflamarksbáta hefur aldrei verið meiri en á síðastliðnu fiskveiðiári.

Þá komu þessir 1.156 bátar með 82.712 tonn að landi og nam aflaverðmætið 26,6 milljörðum. Lætur nærri að útflutningsverðmætið hafi verið 53 milljarðar, að því er fram kom í skýrslu Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, á aðalfundi í síðustu viku.

Bátarnir veiddu 23,7% af öllum þorski sem veiddist og vantaði 762 tonn upp á að ná 50 þús. tonnum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert