Fækka stjórnendum hjá ríkinu

Dregið verður úr framlögum til utanríkisþjónustu.
Dregið verður úr framlögum til utanríkisþjónustu. mbl.is/Hjörtur

Dregið verður úr eftirliti á vegum hins opinbera nái tillögur hagræðingarhóps fram að ganga

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á þannig að skera niður framlög til Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar. Þá verður dregið úr framlögum til utanríkisþjónustunnar og fjölmiðlanefnd lögð niður.

Tillögurnar verða ræddar á ríkisstjórnarfundi í dag og verða að honum loknum kynntar opinberlega.

Eiga aðgerðirnar að spara ríkissjóði milljarða króna á ári. Misjafnt er hversu hratt ávinningurinn á að birtast í ríkisrekstrinum, enda geti tekið tíma að sparnaður af kerfisbreytingum komi fram.

Jafnframt verður nefndum á vegum hins opinbera fækkað og fjöldi stofnana sameinaður. Á með því að nást fram umtalsverð fækkun í stjórnunarstöðum hjá ríkinu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á sæti í hagræðingarhópnum. Hann segir að fara þurfi yfir „alla þætti ríkisrekstrarins og t.d. endurskipuleggja utanríkisþjónustuna og landbúnaðarkerfið“. „Þá þurfum við að endurskipuleggja eftirlitskerfið, ekki síst til að styrkja stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Guðlaugur Þór og tekur fram að óhjákvæmlegt sé að hagræðingu geti fylgt fækkun starfsfólks hjá ríkinu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður verkefnum útvistað úr ráðuneytum í auknum mæli. Er þar m.a. horft til þess að tímabundnar ráðningar hafi reynst varanlegar.

.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert