Margir vilja ekki borga

55% nemenda við HÍ á aldrinum 18-49 ára hala niður bandarískum sjónvarpsþáttum í meðalviku en 45% stunda ekki  niðurhal en um 63% þeirra sem hala niður segja helstu ástæðuna vera að þeir vilji ekki borga fyrir efnið. Rannsóknin var gerð sem meistaraprófsverkefni í viðskiptafræði og var framkvæmd seint á síðasta ári.

Þá var spurt að því hvað þátttakendur væru tilbúnir til að borga fyrir sjónvarpsefni og ljós kom að meðaltalsupphæðin sem þátttakendur voru líklegir til að borga fyrir eina 22 þátta langa sjónvarpsseríu var um $12,83 dollarar og þeir yngri voru líklegri til að borga meira heldur en þeir eldri. Það gerir tæplega $0.60 dollarar á þátt en til samanburðar er verðið á iTunes um $2.99 dollarar á þátt sem er fimmfalt það sem þátttakendur sögðust tilbúnir að borga.

Þátttakendur sögðust að meðaltali vera tilbúnir að borga um $113 dollara í heild fyrir niðurhalsþjónustuna á ári. Til samanburðar má nefna að kostnaðurinn við áskrift að Stöð 2 og Skjá 1 er yfir $1.100 dollarar.

Karlar reyndust vera líklegri til að hafa niðurhalað en voru þó einungis 22,5 þátttakenda (37,6% nemenda í HÍ eru karlar) og jafnframt að hafa niðurhalað fleiri þáttum. Það er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna og staðalímyndir um niðurhal.

Hér má sjá rannsóknina í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert