Rjúpnaskytturnar fundnar

Fyrsti dagur rjúpnaveiða var í dag.
Fyrsti dagur rjúpnaveiða var í dag. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Björgunarsveitir fundu nú fyrir skömmu rjúpnaskytturnar tvær sem leitað var á Höfuðreirarmúla. Voru  mennirnir þá staddir austan undir Lambafjöllum og reyndust báðir heilir á húfi.

Þetta er þó ekki eina útkallið vegna rjúpnaskyttna sem björgunarsveitirnar á svæðinu hafa fengið í dag því áður en leitin hófst í Höfuðreirarmúla barst beiðni um aðstoð frá skyttum sem höfðu fest bíl sinn og brotið drifskaftið svo þeir komust ekki lengra. Þeir voru látnir bíða á meðan á leitinni stóð en sveitirnar eru nú á leið til þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert