Vill að kirkjan verði lækkuð

Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.
Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Tölvugerð mynd/Reykjavíkurborg

„Skipulagsráð er ekki búið að taka ákvörðun um hvað verður gert og hvernig tekið verður á athugasemdum íbúanna.“

Þetta segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í dag um þá gagnrýni sem fram hefur komið frá íbúum í Vesturbæ á fyrirhugaða byggingu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar við Mýrargötu.

„Þetta er komið úr deiliskipulagskynningu, þar sem íbúar komu með sínar athugasemdir, og til umfjöllunar hjá okkur. Hér er verið að tala um Nýlendugötureitinn, sem tekur ekki bara til kirkjunnar heldur fleiri bygginga. Kirkjan stendur í fólki og við munum fara yfir allar þessar athugasemdir.“

Samkvæmt deiliskipulagstillögunni getur vegghæð kirkjunnar orðið allt að 17 metrar, sem Hjálmar segir að sé alltof hátt fyrir sitt leyti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert