Rafmagnsgirðing til varnar Ikea-geit

Svo virðist sem forsvarsmenn IKEA hafi brugðið á það ráð …
Svo virðist sem forsvarsmenn IKEA hafi brugðið á það ráð að verja hana með rafmagnsgirðinu. Ljósmynd/Hilmar Jónsson

Jólageitin við IKEA hefur yfirleitt þurft að berjast fyrir lífi sínu. Þannig hefur hún tvisvar sinnum verið brennd, en slapp þriðja árið við bruna en laut í lægra haldi fyrir náttúruöflunum.

Nú er hins vegar útlit fyrir að forsvarsmenn IKEA ætli að tryggja henni farsælt líf, því umhverfis geitina er girðing og á henni hangir miði þar sem viðskiptavinir IKEA eru varaðir við því að um rafmagnsgirðingu sé að ræða.

Heimildarmaður mbl.is segir að við hlið girðingarinnar standi spennir sem tikkar, og að hljóðin bendi til að straumur sé á girðingunni.

Ekki náðist í forsvarsmenn IKEA vegna málsins.

Glysgjörn geit í Garðabæ

Kveikt í jólageitinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert