Rýmka auglýsingaheimildir Ríkisútvarpsins

Ríkisútvarpið
Ríkisútvarpið mbl.is/Sigurður Bogi

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í þættinum Sunnudagsmorgun að hann hygðist lækka framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 215 milljónir króna, en í staðinn yrði RÚV heimilt að sækja sér þessar tekjur á auglýsingamarkaði.

Auglýsingar megi því vera allt að 12 mínútur á klukkustund en ekki 8 eins og nú er.

„Með lögunum um RÚV frá því í vor var dregið úr möguleikum þess til að afla sér auglýsingatekna. Í staðinn átti að koma 715 milljóna króna hækkun á framlagi frá ríkinu, sem síðan var fært niður í 215 milljónir í fjárlagafrumvarpi,“ segir Illugi í samtali við mbl.is

„Ég mun leggja það fyrir þingið í meðförum fjárlaga að þeir fjármunir verði dregnir til baka, en lögum um RÚV breytt þannig að það hafi þá aftur tækifæri til að afla sér þessara tekna sjálfir. Ég vil frekar nota þessa peninga inn í til dæmis menntakerfið og gera stofnuninni að afla sér þessara tekna á markaði. Ef ég ætti að velja á milli þá vil ég frekar nota skattpeningana þannig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert