Braska með miða á netinu

Henson lét útbúa þessa treyju fyrir landsleik Íslands og Króatíu …
Henson lét útbúa þessa treyju fyrir landsleik Íslands og Króatíu sem fer fram á Laugardalsvelli 15. nóvember nk. mbl.is/Ómar

Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er miskátir þessa stundina, en líkt og fram hefur komið hófst miðasala á landsleik Íslands og Króatíu kl. fjögur í nótt. Á tæpum fjórum tímum seldust allir miðarnir upp. Dæmi eru um að menn séu farnir að braska með miða á netinu. Einn býður t.a.m. 10 miða á leikinn til sölu á bland.is.

Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með þá ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að hefja miðasölu um miðja nótt, enda framundan einn stærsti leikur í sögu íslenskrar knattspyrnu.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það hafi fyrst og fremst verið kerfislegar ástæður fyrir því að miðasalan hófst í nótt. KSÍ hafði aðeins gefið út að miðarnir færu í sölu í dag en vildi ekki leggja fram nákvæma tímasetningu.

Á markaðstorginu bland.is má sjá að fólk er bæði farið að auglýsa eftir miðum til að kaupa og þá eru miðar til sölu. Einn aðili hefur greinilega verið iðinn við kolann í nótt og býður hann nú 10 miða til sölu. Ekki fylgir sögunni hvað hann vilji fá fyrir stykkið. 

Heyrst hefur af mönnum sem eru að bjóða staka miða til sölu á 10 til 25 þúsund kr., bæði á Bland og á Facebook

Á Facebook er jafnframt búið að búa til hópinn Við erum á móti spillingu KSÍ í miðasölu fyrir Króatíuleikinn“

Á markaðstorginu bland.is eru margir áhugasamir um landsleikinn.
Á markaðstorginu bland.is eru margir áhugasamir um landsleikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert