Allt að 40 metrar á sekúndu

Fjúkandi fossar undir Eyjafjöllum
Fjúkandi fossar undir Eyjafjöllum mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Bálhvasst er undir Eyjafjöllum og samkvæmt sjálfvirkum mælum Vegagerðarinnar hefur vindurinn farið í 39 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Veðurstofan varar við stormi víða á landinu en búast má við vindhviðum, allt að 40 m/s við fjöll sunnan- og suðaustantil á landinu fram eftir degi.

Búist er við austan stormi (meðalvindhraða yfir 20 m/s) á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu fram eftir degi. Búist er við stormi á Vestfjörðum og Austfjörðum síðdegis

Vegagerðin varaði í gærkvöldi við því að von væri á hríð og slæmu skyggni á Hellisheiði og Þrengslum undir morgun og samkvæmt korti á vef Vegagerðarinnar er nú skafrenningur þar. Lögreglan á Selfossi hafði ekki fengið neinar upplýsingar um óhöpp á þessari leið en von er á nýjum upplýsingum frá Vegagerðinni um færð á landinu upp úr klukkan sjö.

Veðurspá næsta sólarhring:

Austan 15-25 m/s, hvassast syðst. Rigning eða slydda S-til á landinu, en snjókoma N-til þegar líður á daginn. Dregur úr vindi og úrkomu syðst seint í dag, en gengur þá í storm á Vestfjörðum og Austfjörðum. Hiti 1 til 6 stig S-lands, en frost 0 til 5 stig fyrir norðan.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert