Vilja að Alþingi verði sýnilegra á netinu

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.

Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem forseta Alþingis er falið að móta stefnu fyrir þingið „um notkun samfélagsmiðla til að auka sýnileika þess með það að markmiði að auka upplýsingaflæði til borgaranna og bæta ímynd þingsins. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Björt Ólafsdóttir.

„Mikið hefur verið rætt um ásýnd og virðingu Alþingis á undanförnum missirum og hefur traust landsmanna til stofnunarinnar aldrei mælst minna. Mikilvægt er að Alþingi hafi rödd og sé sýnilegt þar sem fólkið í landinu er á hverjum tíma og þýðingarmikið er að stofnun eins og Alþingi leggi áherslu á að vera lifandi, lagi sig að breyttum aðstæðum og sé hluti af samfélaginu. Markmið þessarar þingsályktunartillögu er að auka sýnileika Alþingis út á við, bæta upplýsingaflæði til borgaranna og þannig stuðla að bættri ímynd þingsins,“ segir meðal annars í greinargerð með þingsályktunartillögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert