Sjálfstæðisflokkurinn með 28,6% fylgi

Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er um 42%.
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er um 42%. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi á sama tíma og Framsóknarflokkurinn dalar. Þetta kemur fram í könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 25. til 29. október 2013.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,6%, borið saman við 26,5% í síðustu mælingu. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,5%, borið saman við 17,3% í síðustu mælingu. Vinstri-græn mældust nú með 14,8% fylgi, borið saman við 12,6% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 13,2%, borið saman við 15,4% í síðustu mælingu. Björt framtíð mældist nú með 12,1% fylgi, borið saman við 12,2% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 8,4% fylgi, borið saman við 7,7% í síðustu mælingu.

Hér má sjá hvernig fylgi flokkanna hefur þróast, samkvæmt skoðanakönnunum MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert