Ertu með góða hugmynd?

Íbúar geta komið með hugmynd að bættri borg.
Íbúar geta komið með hugmynd að bættri borg. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Opnað hefur verið fyrir innsetningu hugmynda fyrir verkefnið „Betri hverfi 2014“ á vefnum Betri Reykjavík, en hægt verður að senda inn hugmyndir fram til 1. desember næstkomandi.

Á síðustu tveimur árum hafa íbúar Reykjavíkur haft tækifæri til þess að senda inn hugmyndir að nýjum verkefnum til að fegra og bæta hverfi borgarinnar í gegnum vefsíðuna. Farið er yfir allar hugmyndir og þær metnar að verðleikum og kostnaði. 

300 milljónir króna í verkefnið

Hverfisráð borgarinnar hafa síðan hönd í bagga með því hvaða hugmyndum er stillt upp til rafrænna hverfakosninga, en á síðustu tveimur árum hafa íbúar forgangsraðað yfir 200 verkefnum í slíkum kosningum sem Reykjavíkurborg hefur framkvæmt. Sum verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda  á þessu ári eru enn á framkvæmdastigi en verkefnin sem kosin voru árið 2012 hafa þegar verið framkvæmd. 

Reykjavíkurborg hefur alls varið 600 milljónum króna til verkefnanna á síðastliðnum tveimur árum og verður á næsta ári um 300 milljónum króna varið til framkvæmda á verkefnum í hverfum sem íbúar kjósa sér.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í hugmyndavalinu strax á fyrsta stigi, en það geta þeir gert með því að fylgjast með innsendum hugmyndum á vefnum. Þar er hægt að styðja hugmyndir og skrifa rök með eða á móti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert