Hafnfirðingar loki gluggum

Unnið að slökkvistarfi í Hafnarfjarðarhöfn
Unnið að slökkvistarfi í Hafnarfjarðarhöfn mbl.is/Jón Dofri Baldursson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla biðja íbúa í Hafnarfirði að loka hjá sér gluggum vegna reyks frá brennandi skipi í höfninni.

Lögreglan bendir þeim á sem búa og starfa í nágrenni Hafnarfjarðarhafnar að loka gluggum á híbýlum sínum, en frá höfninni berst reykur úr Fernöndu, flutningaskipi sem kviknaði í suður af landinu í fyrradag. Komið var með skipið til Hafnarfjarðar í morgun, en slökkvistarfi er ekki lokið. Tilkynningin á ekki síst við um þá sem búa á Hvaleyrarholti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert