Íslendingar í forréttindastöðu í Noregi

Hauststemning á bryggjunni í miðborg Ósló.
Hauststemning á bryggjunni í miðborg Ósló. mbl.is/Golli

Íslendingar eru sjaldan taldir til innflytjenda í Noregi, ólíkt öðrum innflytjendum sem skera sig „óþægilega“ úr. Sjálfir líta Íslendingar í Noregi heldur ekki endilega á sig sem innflytjendur, en allur gangur er þó á því hversu vel og fljótt þeim gengur að aðlagast norsku samfélagi, að sögn Guðbjartar Guðjónsdóttur sem rannsakar nú reynslu Íslendinga sem flust hafa til Noregs í kreppunni.

„Í innflytjendafræðunum almennt er áherslan nánast öll á fólk utan Vesturlanda sem flytur í þennan heimshluta, en lítil sem engin á fólk sem flytur innan Vesturlanda og eins milli Norðurlanda. Í umræðunni er sá hópur heldur ekki settur fram sem vandamál,“ segir Guðbjört.

Tvöfalt fleiri Íslendingar en fyrir hrun

Tæpur þriðjungur af þeim íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott eftir efnahagshrunið 2008 fóru til Noregs og hefur fjöldi Íslendinga í Noregi rúmlega tvöfaldast eftir hrun. Guðbjört hefur í ár og í fyrra tekið viðtöl við Íslendinga í Noregi fyrir doktorsrannsókn sína í mannfræði við Háskóla Íslands. Eftir er að vinna úr viðtölunum en Guðbjört kynnti frumniðurstöðurnar á Þjóðarspegli félagsvísindadeildar.

Hún segir að í Noregi sé í raun sett samasammerki milli orðsins „innflytjandi“ og þess að vera dökkur á hörund og kominn langt að. Tölur norsku hagstofunnar taka þó til þeirra allra, óháð húðlit og uppruna. Það má því segja að nokkur skekkja sé þarna á milli því þegar talað er um fjölda innflytjenda í landinu sjá margir fyrir sér mun einsleitari hóp en raunverulega er bak við tölurnar. 

Yfir 8 þúsund Íslendingar í Noregi

Því staðreyndin er sú að flestir innflytjendur í Noregi koma frá Póllandi og Svíþjóð. Auk þess búa yfir 8 þúsund Íslendingar í Noregi og má segja að Íslendingar hafi ákveðna forgjöf þar miðað við marga aðra hópa.

„Það eru alls konar hugmyndir uppi um að Íslendingar séu upprunalegir Norðmenn, en auðvitað er það ekki svo einfalt. Það er talað eins og þeir hafi verið á Íslandi í einhvers konar einangrun og séu komnir aftur heim. Þannig að hugmyndir Norðmanna um Íslendinga eru mjög jákvæðar og þegar þeir segjast vera frá Íslandi fá þeir oft mun betra viðmót,“ segir Guðbjört.

Áhugavert er hins vegar að velta fyrir sér hinni hliðinni á þessum peningi. Guðbjört segir þetta jákvæða viðhorf til Íslendinga í raun hluta af stærri mynd sem felst í því að fólk er dæmt fyrirfram út frá því hvernig það lítur út og hvaðan það er.

Íslendingar hagnast á mismunun

„Að skoða þennan hóp varpar ákveðnu ljósi á stöðu annarra innflytjenda. Íslendingar búa  eiginlega við viss forréttindi í norsku samfélagi, sem þýðir að það er mismunun í gangi undir niðri. Það er til dæmis mjög meðvitað sem flestir Íslendingar í húsnæðisleit taka það fram í auglýsingunni hvaðan þeir eru, því það er alveg vitað mál að þá færðu jákvæðari viðbrögð. En með þessu ertu að taka þátt í og á vissan hátt að hagnýta þér kerfi sem mismunar fólki.“

Að sögn Guðbjartar er t.d. áberandi í umræðum á netinu að þeir Norðmenn sem viðhafa þjóðerniskennda hatursorðræðu gegn sumum hópum innflytjenda í Noregi, eins og múslímum, hampa oft Íslendingum og bjóða þá velkomna til landsins um leið og þeir fordæma aðra innflytjendur.

Ætluðu ekki að hópa sig saman en gerðu það samt

Eftir sem áður er nokkuð misjafnt hversu auðveldlega Íslendingar aðlagast norsku samfélagi. Þeir sem hafa áður verið í öðrum löndum á Norðurlöndum og ná hratt tökum á tungumálinu standa betur að vígi. Guðbjört segir að margir í þessum hópi líti sjálfir ekki á sig sem útlendinga í Noregi.

Sumir upplifa meiri erfiðleika við að aðlagast en þeir bjuggust við, til dæmis þeir sem ekki voru sterkir fyrir í dönsku. Þá nefnir Guðbjört dæmi um íslenska konu sem hefur orðið fyrir aðkasti úti á götu vegna þess að hún hefur ekki dæmigert norrænt útlit.

Margir Íslendinganna sem Guðbjört ræddi við nefndu að þeir skildu það betur eftir þá reynslu að flytja út hvers vegna innflytjendur af sama uppruna hópi sig oft saman. 

„Innflytjendur eru oft gagnrýndir fyrir að halda hópinn, en þau höfðu mörg skilning á því af því að Íslendingar gera það líka. Jafnvel þótt þeir hafi alls ekki ætlað sér það þá þróast það þannig því fólk á auðvelt með að tengja við aðra Íslendinga. En þetta á samt alls ekki við um alla.“

Myndu ekki sætta sig við sömu aðstæður á Íslandi

Þannig eru Íslendingar í Noregi að sjálfsögðu fjölbreytilegur hópur. Margir þeirra eiga það þó sameiginlegt að hafa alls ekki verið í þeim hugleiðingum fyrir efnahagshrun að flytja úr landi. 

„Sumir búa við aðstæður sem þeir myndu ekki sætta sig við heima á Íslandi. Þeir eru kannski í þeim sporum að vera að senda pening heim til fjölskyldunnar eða spara við sig í húsnæði því þeim finnst það svo yfirgengilega dýrt,“ segir Guðbjört.

„Einn sagði við mig „já, við erum bara farandverkamenn hér, alveg eins og Pólverjar,“ á meðan annar sagði „nei, það er ekki hægt að líkja þessu saman. Ég er ekki útlendingur heldur á ég heima hér“.

Fjöldi Íslendinga hefur rúmlega tvöfaldast í Noregi eftir hrun enda ...
Fjöldi Íslendinga hefur rúmlega tvöfaldast í Noregi eftir hrun enda hafa verið haldnir fjölmennir kynningarfundir hér á landi um atvinnumöguleika í Noregi. mbl.is/Golli
Ráðhúsið í Ósló.
Ráðhúsið í Ósló. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

Í gær, 19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn af hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

Í gær, 19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

Í gær, 19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

Í gær, 19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

Í gær, 19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

Í gær, 18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Í gær, 18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

Í gær, 18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

Í gær, 18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

Í gær, 17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

Í gær, 16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

Í gær, 17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

Í gær, 16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

Í gær, 16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Atvinnuhúsnæði til leigu í 108 Reykjavík
Gott skrifstofuhúsnæði á jarðhæð um 190 m2. Í sama húsi er til leigu 200 m2 lage...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...