Veggfóðraðir lestarvagnar

Sætin eru húðuð með mynd af íslenskum fjöllum
Sætin eru húðuð með mynd af íslenskum fjöllum

Ísland skreytir nú fimmtán lestarvagna sem fara um lestarkerfi New York-borgar. Um auglýsingaherferð flugfélagsins Icelandair er að ræða en það hóf nýlega flug til Newark-flugvallar í New Jersey og flýgur nú þangað og til JFK-flugvallarins í New York.

Michael Raucheisen, markaðs- og upplýsingafulltrúi Icelandair í Bandaríkjunum, segir að vagnarnir séu veggfóðraðir frá hólfi til gólfs með auglýsingu. Í þeim megi sjá íslensku norðurljósin og sætin eru með ljósmyndum af jöklum og fjöllum. Lestirnar með „íslensku“ vögnunum fara á milli New Jersey og New York.

Auglýsingaherferðin hófst í september og stendur út nóvember, hún hefur fengið góðar viðtökur að segir Raucheisen í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert