Göngustígar malbikaðir í Dimmuborgum

Starfsmenn Kraftfags malbika göngustíg í Dimmuborgum.
Starfsmenn Kraftfags malbika göngustíg í Dimmuborgum. Ljósmynd/Daði Lange Friðrikss

Landgræðslan og Umhverfisstofnun hlutu á árinu rúmlega tveggja milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi í Dimmuborgum.

Ákveðið var að nota styrkinn til að malbika göngustíginn frá aðkomunni í Borgirnar og inn á Hallarflöt.

Snjóbræðslukerfi var sett í hluta stígsins, ekki síst til að bæta aðgengi fatlaðra og auka öryggi ferðamanna almennt, segir á vef Landgræðslunnar. Talið er að yfir 200 þús. manns heimsæki Dimmuborgir árlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert