Yfir 40 metrar á sekúndu í hviðum

Fjúkandi fossar undir Eyjafjöllum
Fjúkandi fossar undir Eyjafjöllum mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum við fjöll sunnanlands en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er austan stormur með suðurströndinni. Hefur vindhraðinn farið yfir 40 metra á sekúndu í verstu hviðunum undir Eyjafjöllum.

Í tilkynningu sem Vegagerðin sendi frá sér í gærkvöldi kemur fram að reikna megi með slíkum vindhviðum undir Eyjafjöllum til morguns og í Öræfum. Þá er hætt við sandfoki á Skeiðarársandi.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Austan- og norðaustanátt, 15-23 m/s með S-ströndinni og 13-18 NV-til í dag, annars talsvert hægari. Rigning eða slydda með köflum S-lands, en dálítil él fyrir norðan og austan. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost á N- og NA-landi.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert