Borgin fjarlægði skilti kaupmanna

Frá Laugavegi í Reykjavík.
Frá Laugavegi í Reykjavík. mbl.is/Rósa Braga

„Rekstraraðilar spyrja sig eðlilega hvað borgaryfirvöldum gangi eiginlega til. Á sama tíma og hálfur miðbærinn er lokaður vegna framkvæmda þá fara borgaryfirvöld í verkefni sem þetta sem virðast hafa þann eina tilgang að auka á óánægju kaupmanna,“ segir Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.

Hann segir að pallbíll á vegum Reykjavíkurborgar hafi ekið niður Laugaveginn í gær og fjarlægði öll skilti verslana sem ekki stóðu alveg upp við húsnæði þeirra. Þetta hafi verið gert án nokkurrar aðvörunar. Sonur eins gamalgróins kaupmanns hafi náð að bjarga einu skilti frá borgarstarfsmönnunum sem hafi mótmælt því.

Kaupmenn við Laugaveginn leituðu til framkvæmdasviðs borgarinnar að sögn Björns og fengið þau svör að nýjar reglur hefðu tekið gildi sem bönnuðu öll laus skilti á gangstéttum Laugavegar nema skilti frá veitingahúsum og öldurhúsum. Björn segir að til þessa hafi reglugerð frá 1997 gilt í þessum efnum sem almenn sátt hafi verið um. Kaupmönnum hafi hins vegar ekki verið kynntar nýjar reglur.

„Þetta er ekkert annað en valdníðsla og atvinnugreinum mismunað. Það er illskiljanlegt hvers vegna skilti fá að standa við veitingahús en ekki verslanir til að mynda.“

Björn Jón Bragason.
Björn Jón Bragason.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert