Hannes víkur - Björn tekur við

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. Ómar Óskarsson

Hannes Smárason hefur ákveðið að víkja til hliðar úr forstjórastóli Nextcode um stundarsakir vegna ákæru sem sérstakur saksóknari birti honum í dag. „Ég geri þetta vegna þess að ég vil ekki að málefni forstjóra þessa nýja fyrirtækis sem ég tók þátt í að stofna varpi skugga á fyrirtækið,“ segir Hannes.

Björn Zoëga, fyrrverandi forstjóri Landspítalans tekur við starfinu.

Þá segir Hannes að hann vilji ekki að sá tími sem hann kunni að þurfa á að halda til þess að verja sig gegn þessari „undurfurðulegu ákæru“ dragist frá þeim tíma sem notaður er í að hlúa að fyrirtækinu. „Ég mun hins vegar halda áfram að einbeita mér að því að vinna að framgangi Nextcode á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Hannes í yfirlýsingu.

Daglegum rekstri Nextcode verður sinnt af meðstofnanda Hannesar, Dr. Jeffrey Gulcher núverandi framkvæmdastjóra Nextcode og nýráðnum framkvæmdastjóra Nextcode Íslandi, Birni Zoëga.

Hannes segist ekki ætla að tjá sig efnislega að svo stöddu um málið.

Frétt mbl.is: Þriggja milljarða millifærsla

Frétt mbl.is: Hannes ákærður vegna Sterling

Frétt mbl.is: Staðfestir millifærslu frá FL

Frétt mbl.is: Hannes segist ekki hafa brotið lög

Frétt mbl.is: Tugmilljóna einkaútgjöld á viðskiptamannareikning

Frétt mbl.is: Hannes vísar ásökunum á bug

Frétt Morgunblaðsins: Stjórnendur Icelandair lögðust gegn kaupum á Sterling Airlines

Frétt Morgunblaðsins: Hlutafé aukið um 44 milljarða og fækkað í stjórn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert