„Þetta var ekki löglegt“

Hörður Felix Harðarson, lögmaður ásamt skjólstæðingi sínum, Hreiðari Má Sigurðssyni …
Hörður Felix Harðarson, lögmaður ásamt skjólstæðingi sínum, Hreiðari Má Sigurðssyni við upphaf réttarhaldanna í dag. mbl.is/Rósa Braga

Stig Tommy Persson, fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að ef stjórn bankans hefði verið upplýst um að Kaupþing myndi fjármagna að fullu kaup Al Thani á 5,01% hlut hefði stjórnin brugðist við. Viðskipti með þessum hætti hefðu ekki verið lögleg.

Persson sagði að stjórn Kaupþings hefði ekki fengið upplýsingar um kaup Al Thani fyrirfram heldur hefði fengið upplýsingar um leið og þau voru tilkynnt í Kauphöllinni í september 2008.

Persson sagði að stjórnin hefði ekki verið upplýst um að Kaupþing hefði fjármagnað að fullu kaup Al Thani á hlut í bankanum. „ Ef við hefðum fengið upplýsingar um það hefðum við strax brugðist við.“

Björn Þorvaldsson saksóknari spurði Persson hvers vegna stjórnin hefði brugðist við. „Vegna þess að að þetta var ekki löglegt,“ svaraði Persson.

Persson sagði einnig að hann hefði talið að Al Thani, sem væri einn ríkasti maður í heimi, þyrfti ekki að taka lán til að fjármagna kaupin á hlutnum í Kaupþingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert