Leikum saman og verum vinir

Um fimm þúsund börn og unglingar úr Kópavogi gengu gegn …
Um fimm þúsund börn og unglingar úr Kópavogi gengu gegn einelti

Um fimm þúsund börn og unglingar úr Kópavogi gengu gegn einelti í morgun í öllum skólahverfum bæjarins. Leikskólabörn, grunnskólabörn og unglingar úr félagsmiðstöðum leiddust og báru hvatningarspjöld með slagorðunum: „Ekki stríða“, „Verum vinir“ og „Leikum saman“ svo dæmi séu nefnd.

 Tilgangurinn er að  vekja athygli á því ofbeldi sem einelti er og að það sé aldrei réttlætanlegt. Þetta er í fyrsta sinn sem Kópavogsbær tekur þátt í degi eineltis, 8. nóvember, með svo afgerandi hætti, segir í frétt frá Kópavogsbæ.

 Að lokinni eineltisgöngu hittust hóparnir í sínum skólahverfum og dönsuðu, sungu eða skrifuðu nafn sitt undir sáttmálsörk. Allir eru sammála um að átakið í Kópavogi hafi heppnast með eindæmum vel og er nú talað um að endurtaka leikinn að ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert