41 tillaga þegar í úrvinnslu

Hagræðing í utanríkisþjónustunni er þegar í vinnslu hjá stjórnvöldum.
Hagræðing í utanríkisþjónustunni er þegar í vinnslu hjá stjórnvöldum. mbl.is/Hjörtur

41 tillaga af þeim 111 sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði fram er þegar komin í úrvinnslu. Þar má nefna tillögu um náttúrupassa, hagræðingu í utanríkisþjónustunni og fækkun sýslumannsembætta.

Í fréttatilkynningu segir að hagræðingarhópurinn hefur í starfi sínu leitað víða fanga. Skoðaðir hafi verið tugir skýrslna og greinargerða um margháttaðar breytingar sem lagðar hafa verið til á undanförnum árum og starfsmenn nefndarinnar hafa fundað með ráðherrum og embættismönnum þeirra.

Sérstök áhersla var lögð á að fá tillögur og hagræðingarhugmyndir frá almenningi. Hátt í sex hundruð ábendingar bárust hópnum og hafa margar þeirra verið nýttar í vinnu hópsins. Þá hafa tillögur sem svipar til tillagna hagræðingarhópsins í mörgum tilfellum áður verið lagðar fram án þess að koma til framkvæmda.

Að frumkvæði einstakra ráðherra er nú þegar unnið að undirbúningi margvíslegra breytinga sem endurspegla tillögur hagræðingarhópsins og eru til úrvinnslu í ráðuneytunum. 

Tillögurnar munu nú fara til skoðunar í einstökum ráðuneytum og verður þeim fylgt eftir að hálfu ráðherranefndar um ríkisfjármál í samvinnu við hagræðingarhópinn. Að frumkvæði einstakra ráðherra er nú þegar unnið að undirbúningi margvíslegra breytinga sem endurspegla tillögur hagræðingarhópsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert