7,9 metra ölduhæð

Herjólfur.
Herjólfur. Morgunblaðið/Eggert

Seinni ferð Herjólfs fellur niður í dag vegna mikillar öldu við Suðurströndina. Öldudufl við Grindavík sýnir nú 7,9 m og 181 m langa öldu.

Samkvæmt spá á aldan að ganga niður á morgun og því er stefnt að brottfor frá Eyjum til Þorlákshafnar á morgun þriðjudag kl. 08:00, segir í tilkynningu frá Herjólfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert