Sá útigangsmenn leita að mat í ruslinu

Hafdís Ýr Birkisdóttir er engin venjuleg tíu ára stelpa. Eftir að hafa séð útigangsmenn leita sér matar í ruslatunnum ákvað hún að hefja söfnun fyrir heimilislausa. Hún náði að safna vel á þriðja hundrað þús. kr. og í dag afhenti hún heimilislausum gjafir sem hún fékk fyrir söfnunarféð. 

Hafdís leitaði bæði til fyrirtækja og einstaklinga um að fá gjafir fyrir en á meðal þess sem hún færði notendum Dagssetursins, Gistiskýlisins og Konukots voru tannburstar, rakvélar, útigallar, kartöflur, kleinur og ullarnærföt. Hún útbjó sérstaka matreiðslubók með sínum uppáhaldsuppskriftum sem styrktaraðilar fengu í staðinn fyrir frjáls framlög og Hafdís Ýr seldi yfir 100 bækur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert