Hífandi rok í Eyjum

Herjólfur
Herjólfur Morgunblaðið/Eggert

Stefnt er að því að Herjólfur fari frá Vestmannaeyjum klukkan átta en siglt verður til Þorlákshafnar þar sem ófært er til Landeyjahafnar. Hífandi rok er í Eyjum en þar hefur vindhraðinn farið yfir 40 metra í verstu hviðunum. Ölduhæð er 3,6 metrar í Landeyjarhöfn og óhagstæð ölduspá næstu daga.  Brottför frá Þorlákshöfn klukkan 11:45.

Á Stórhöfða eru 29 metrar á sekúndu, samkvæmt Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert