Slæmt skyggni á höfuðborgarsvæðinu

Það er slæmt skyggni á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og í Árborg og biður lögregla ökumenn um að fara varlega í umferðinni. Á Selfossi hefur snjóað töluvert en á höfuðborgarsvæðinu er ekki mikill snjór en mikið fjúk og hálka víða, sem og á Suðurlandi og Reykjanesi. Ökumenn sem þurfa að fara um Reykjanesbrautina eru beðnir um að fara varlega.

Búast má við því að umferðin gangi hægt um höfuðborgarsvæðið þegar morgunumferðin fer af stað en ekki er ráðlegt að vera á ferðinni á sumardekkjum. Hreinsunardeildir eru hins vegar byrjaðar að hreinsa götur og salta og verða að áfram að störfum.

Spáin gerði ráð fyrir talsverðri snjókomu um sunnan- og suðvestanvert landið þar með talið á höfuðborgarsvæðinu. Eins strekkingsvindur, eða 10-15 m/s og því má búast við að víða verði nokkuð blint framan af morgni.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Ört vaxandi austanátt, 18-23 m/s syðst um tíma undir morgun, annars víða 10-18. Fer að snjóa víða um land, fyrst syðst, en rigning eða slydda S-lands með morgninum. Gengur í norðan og norðvestan 13-20 seinnipartinn með snjókomu eða éljum, en minnkandi úrkoma S-lands. Norðvestan 18-23 á A-verðu landinu seint í kvöld. Frostlaust S-lands með morgninum, annars hiti um eða undir frostmarki.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert