Ráðleggja meira D-vítamín

Lýsi er D-vítamínríkt.
Lýsi er D-vítamínríkt. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Nýjar norrænar næringarráðleggingar hafa verið kynntar og meðal þeirra eru breytingar á ráðlögðum dagskömmtum fyrir vítamín og steinefni. Í nýju ráðleggingunum segir að fólki á aldrinum 10-70 ára sé ráðlagt að neyta 15 míkrógramma af D-vítamíni á dag í stað 10 míkrógramma áður.

Þetta kemur fram í frétt á vef Matvælastofnunar.

Þrátt fyrir breytingu á ráðlögðum dagskammti (RDS) fyrir D-vítamín og selen á Íslandi á ekki að breyta merkingum á % RDS í næringargildismerkingum á matvælum. 

Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir börn yngri en 10 ára er áfram 10 míkrógrömm og fyrir fólk eldri en sjötugt 20 míkrógrömm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert