Engin breyting á samskiptum kirkju og skóla

Agnes M. Sigurðardóttir
Agnes M. Sigurðardóttir Ómar Óskarsson

„Það er ekki hægt að sjá mun á samstarfi kirkju og skóla í Reykjavík og öðrum landshlutum þrátt fyrir ákvarðanir mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.“ Þetta sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, þegar spurt var um viðbrögð kirkjunnar við setningu nýrra reglna um samskipti kirkju og skóla í Reykjavík. 

Agnes var til svara í fyrirspurnartíma á kirkjuþingi í dag. Hún sagði að grunnskólar og leikskólar heimsæki gjarnan sóknarkirkjuna á aðventu eða fái prest eða starfsmann kirkjunnar í heimsókn. „Í heild yfir landið komu 21.015 börn í heimsókn til kirkjunnar á aðventunni 2012 í 65 sóknum sem þátt tóku í könnun Biskupsstofu í desember 2012. [...] Augljóst er að skólastjórar vilja halda í áratuga langa hefð og hafa ekki viljað hrófla við þeim þætti skólastarfsins á aðventu.“

Hún fagnaði áhuga innanríkisráðherra á kristinfræði og benti á að í Noregi séu stjórnvöld einnig að setja kristinfræðikennsluna aftur á dagskrá í skólum landsins. „Kristnin er sá grundvöllur sem þjóðin byggir á og skólakerfinu ber skylda til að gera þeim grundvelli góð skil með jákvæðum tengslum í sínu nærumhverfi og með öflugu námsefni og kennslu í kristinfræðum.“

Aukin trúvæðing samfélagsins ekki til góðs

Ráðherrar virði mannréttindi allra

Ávarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, á kirkjuþingi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert