Vill fá flugvöll í Skógum

Kostir flugvallar á Skógasandi.

Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri og stofnandi gestastofunnar þar, kynnti á íbúafundi um skipulagsmál í Rangárþingi eystra í gærkvöldi hugmynd um að byggja alþjóðlegan flugvöll á Skógasandi.

Flugvöllur þar myndi stytta flugið frá Evrópu um 16 mínútur og spara mikinn akstur með ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavík um Suðurland. Ólafur hugsar Skógavöll sem ódýrari valkost við núverandi flugvelli, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Héraðsnefndir Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu eiga land á Skógasandi sem Ólafur telur heppilegt flugvallarsvæði. Vill hann að sveitarfélögin taki þetta verkefni upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert