Hallar verulega á konur í íslenskri tónlistarsenu

Hljómsveitin Mammút er m.a. skipuð flottum stelpum sem spila á ...
Hljómsveitin Mammút er m.a. skipuð flottum stelpum sem spila á ýmis hljóðfæri. mbl.is/Styrmir Kári

Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona og verðandi kynjafræðingur, vann í sumar að rannsókn þar sem hún kortlagði stöðu kvenna í tónlist. Þar kemur fram að konur standa höllum fæti á öllum sviðum, hvort sem er við að skapa tónlist, flytja hana, spila á útvarpsstöðvum, stjórna útgáfumálum og þar fram eftir götunum.

Rannsóknin var styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna og Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Lára kynnti rannsóknina með erindi á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu í félagsvísindum, sem haldin var fyrir stuttu ásamt Gyðu Margréti Pétursdóttur, lektor í kynjafræði. Rannsókn Láru sýnir fram á það að karlmenn eru í miklum meirihluta meðal þeirra sem starfa innan tónlistargeirans á Íslandi.

Engin gögn til

Tímabilið sem Lára skoðaði í rannsókn sinni nær frá september til desember árin 2010, 2011 og 2012. Þegar tónlistargagnrýni er skoðuð kemur í ljós að gagnrýnendur platnanna voru aðallega karlar. Eins eru plöturnar sem gagnrýndar eru með kaörlum í töluverðum meirihluta. Hins vegar er ekki hægt að bera mun á umfjöllun og gagnrýni tónlistarkarla og tónlistarkvenna saman við útgefnar plötur á árunum þar sem hvergi eru til nákvæmar tölur yfir útgefnar plötur frá ári til árs.

„Gögnin eru ekki til. Þegar ég kynnti FÍH rannsóknina var talað um að það væri kominn nýr gagnagrunnur og þar ætti að vera skrá yfir allar nýjar útgáfur. Hins vegar er það svo nýtt að ekki er hægt að líta aftur í tímann,“ segir Lára. „Mér finnst að það eigi að vera gagnsæi í þessu. STEF skráir aðeins verk og kynjaskiptingu þar. Ef kona kemur að verki er hún skráð, en þær eru einnig í miklum minnihluta þar.“

Einungis er hægt að líta til Plötutíðinda, rits sem kemur út fyrir jólin og er það yfirlit sem kynnir útgáfu ársins í tónlist. Allir útgefendur hafa aðgang en hver kynning kostar sitt og því ekki gefið að allir geti kynnt plötu sína þar. „Helst eru það stóru útgáfufyrirtækin sem komast að og er þeim aðallega stjórnað af körlum.“

Karlar ávallt í meirihluta

Tónlistinn inniheldur mest seldu plötur landsins og er hann unninn upp úr sölugögnum verslana sem selja íslenska tónlist. Þar rata konur sjaldan inn í efstu 10 söluhæstu sætin. Árið 2010 áttu 13 konur en 83 karlar plötur í efstu 10 sætum listans frá september til desember, ári seinna áttu 18 konur en 73 karlar plötu í efstu 10 sætum listans en árið 2012 áttu aðeins sjö konur plötu í einhverju af 10 efstu sætum listans en 52 karlar. Lagalistinn er á svipuðum nótum en hann er inniheldur mest spiluðu lögin á Íslandi og er unninn upp úr helstu útvarpsstöðvunum. Farið er yfir sama tímabil og var gert á Tónlistanum. Árið 2010 voru fjórar konur en 56 karlar með lag á listanum, 10 konur en 47 karlar árið 2011 og þrjár konur en 53 karlar árið 2012.

KÍTÓN hefur áhrif

„Konur eru ekki víða þegar kemur að stjórnum og félögum í íslenskri tónlist. Til að mynda er engin kona í stjórn STEF og ÚTÓN sem bæði eru lykilfélög í íslenskri tónlistarsenu. En með tilkomu KÍTÓN finnst mér að FÍH og fleiri séu að átta sig á þessu og vera tilbúnir að berjast með okkur.“ Lára er ein af fjórum konum sem stofnuðu Félag kvenna í tónlist eða KÍTÓN á þessu ári og situr hún í stjórn ásamt átta öðrum konum. „Í félaginu sitja um 200 konur í dag og er það sífellt að vaxa,“ segir Lára.

Hún segir næsta skref hjá félaginu vera að opna augu fólks fyrir þessari miklu kynjaskekkju innan greinarinnar. „Okkur fannst vanta einhver gögn til að vísa í þar sem við fundum fyrir miklum mun á kynjum í tónlistariðnaðinum og er rannsóknin tilkomin vegna þessa. KÍTÓN hefur líka skapað mikla vitund meðal kvenna um að koma frekar inn í ýmis ráð og félög á vegum tónlistar. Ég held að það verði breyting á næstu árum og að þetta nái að leiðréttast aðeins með tilkomu þessarar vitundarvakningar.“

Lára segist nokkuð viss um að kynjaskekkjan liggi í grunninum, í uppeldinu. „Mér finnst mikilvægt að kennslu í kynjafræði verði komið fyrir á öllum skólastigum og þar verði fræðsla um staðalímyndir og kynímyndir, sérstaklega til þess að fólk sé meðvitaðara um þetta og hvaða afleiðingar þetta hefur. Það er grundvöllur að jafnrétti,“ segir Lára. Til að uppræta kynjaskekkjuna sé mikilvægt að viðurkenna þau áhrif sem menningarlegur mismunur og úreltar staðalímyndir og kynímyndir hafi á stöðu kvenna í íslenskri tónlist.

Engin gögn eru til um útgefnar plötur. Ekki var því ...
Engin gögn eru til um útgefnar plötur. Ekki var því hægt að bera saman umfjöllun við útgefnar plötur undanfarin ár. Plötutíðindi eru eina viðmiðið en þar er öllum frjálst að tilkynna útgáfu sem kostar þó sitt.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, bjart veður og kalt, en dálítil él norðaustan til fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Flugu með sjúkling til Reykjavíkur

07:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling á Snæfellsnes í nótt sem þurfti að komast með hraði á sjúkrahús í Reykjavík.  Meira »

Skemmdist illa í bruna

06:55 Tilkynnt um eld í nýlegri bifreið við Víkingsheimilið Fossvogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Vegfarendur reyndu að slökkva með handslökkvitækjum en ekkert gekk fyrr en slökkvilið mætti á vettvang. Meira »

Á stolinni vespu og með dóp

06:21 Lögreglan hafði afskipti af pari á vespu í Kópavogi um klukkan 22 í gærkvöldi. Maðurinn viðurkenndi að vespan væri stolin og við leit á heimili hans fundust fíkniefni. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af öðru pari í Árbænum skömmu fyrir átta í gærkvöldi. Meira »

Villtust í Glerárdal

05:59 Björgunarsveitarfólk var kallað út upp úr klukkan 20 í gærkvöldi til að leita að pari sem hafði villst í Glerárdal við Akureyri. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri hafði fólkið lagt af stað fótgangandi síðdegis og ætlað sér að ganga í skálann Lamba en villst af leið enda skyggni lélegt. Meira »

Tryggi góð lífskjör

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að ríkisstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu, húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innviðum. Meira »

Starfsfólki bankanna fækkar hratt

05:30 Á síðasta áratug hefur starfsfólki í bönkum og sparisjóðum fækkað um tæplega 1.500 og bankaútibúum fækkað um rúmlega 60.   Meira »

Launaskriðið heldur áfram

05:30 Laun hinna ýmsu hópa sem starfa hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til 6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ hækkuðu hlutfallslega mest, eða um tæplega 30 þúsund krónur. Meira »

Kaupaukagreiðslur verði teknar til baka

05:30 Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem samþykkar voru á hluthafafundi síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka. Meira »

Gæti seinkað fram í miðjan janúar

05:30 Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum; í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garðabæ. Meira »

Myndin mun auka á ferðamannastraum

05:30 „Kvikmyndinni mun örugglega fylgja aukinn ferðamannastraumur og sannarlega verður Jennifer Lawrence tekið fagnandi ef hún birtist hér í Húnaþingi,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Meira »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Toyota Yaris 2009
Til sölu Toyota Yaris 2009 124,000 Km 850,000 Kr ,eða gott tilboð ? í góðu ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...