Hallar verulega á konur í íslenskri tónlistarsenu

Hljómsveitin Mammút er m.a. skipuð flottum stelpum sem spila á ...
Hljómsveitin Mammút er m.a. skipuð flottum stelpum sem spila á ýmis hljóðfæri. mbl.is/Styrmir Kári

Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona og verðandi kynjafræðingur, vann í sumar að rannsókn þar sem hún kortlagði stöðu kvenna í tónlist. Þar kemur fram að konur standa höllum fæti á öllum sviðum, hvort sem er við að skapa tónlist, flytja hana, spila á útvarpsstöðvum, stjórna útgáfumálum og þar fram eftir götunum.

Rannsóknin var styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna og Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Lára kynnti rannsóknina með erindi á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu í félagsvísindum, sem haldin var fyrir stuttu ásamt Gyðu Margréti Pétursdóttur, lektor í kynjafræði. Rannsókn Láru sýnir fram á það að karlmenn eru í miklum meirihluta meðal þeirra sem starfa innan tónlistargeirans á Íslandi.

Engin gögn til

Tímabilið sem Lára skoðaði í rannsókn sinni nær frá september til desember árin 2010, 2011 og 2012. Þegar tónlistargagnrýni er skoðuð kemur í ljós að gagnrýnendur platnanna voru aðallega karlar. Eins eru plöturnar sem gagnrýndar eru með kaörlum í töluverðum meirihluta. Hins vegar er ekki hægt að bera mun á umfjöllun og gagnrýni tónlistarkarla og tónlistarkvenna saman við útgefnar plötur á árunum þar sem hvergi eru til nákvæmar tölur yfir útgefnar plötur frá ári til árs.

„Gögnin eru ekki til. Þegar ég kynnti FÍH rannsóknina var talað um að það væri kominn nýr gagnagrunnur og þar ætti að vera skrá yfir allar nýjar útgáfur. Hins vegar er það svo nýtt að ekki er hægt að líta aftur í tímann,“ segir Lára. „Mér finnst að það eigi að vera gagnsæi í þessu. STEF skráir aðeins verk og kynjaskiptingu þar. Ef kona kemur að verki er hún skráð, en þær eru einnig í miklum minnihluta þar.“

Einungis er hægt að líta til Plötutíðinda, rits sem kemur út fyrir jólin og er það yfirlit sem kynnir útgáfu ársins í tónlist. Allir útgefendur hafa aðgang en hver kynning kostar sitt og því ekki gefið að allir geti kynnt plötu sína þar. „Helst eru það stóru útgáfufyrirtækin sem komast að og er þeim aðallega stjórnað af körlum.“

Karlar ávallt í meirihluta

Tónlistinn inniheldur mest seldu plötur landsins og er hann unninn upp úr sölugögnum verslana sem selja íslenska tónlist. Þar rata konur sjaldan inn í efstu 10 söluhæstu sætin. Árið 2010 áttu 13 konur en 83 karlar plötur í efstu 10 sætum listans frá september til desember, ári seinna áttu 18 konur en 73 karlar plötu í efstu 10 sætum listans en árið 2012 áttu aðeins sjö konur plötu í einhverju af 10 efstu sætum listans en 52 karlar. Lagalistinn er á svipuðum nótum en hann er inniheldur mest spiluðu lögin á Íslandi og er unninn upp úr helstu útvarpsstöðvunum. Farið er yfir sama tímabil og var gert á Tónlistanum. Árið 2010 voru fjórar konur en 56 karlar með lag á listanum, 10 konur en 47 karlar árið 2011 og þrjár konur en 53 karlar árið 2012.

KÍTÓN hefur áhrif

„Konur eru ekki víða þegar kemur að stjórnum og félögum í íslenskri tónlist. Til að mynda er engin kona í stjórn STEF og ÚTÓN sem bæði eru lykilfélög í íslenskri tónlistarsenu. En með tilkomu KÍTÓN finnst mér að FÍH og fleiri séu að átta sig á þessu og vera tilbúnir að berjast með okkur.“ Lára er ein af fjórum konum sem stofnuðu Félag kvenna í tónlist eða KÍTÓN á þessu ári og situr hún í stjórn ásamt átta öðrum konum. „Í félaginu sitja um 200 konur í dag og er það sífellt að vaxa,“ segir Lára.

Hún segir næsta skref hjá félaginu vera að opna augu fólks fyrir þessari miklu kynjaskekkju innan greinarinnar. „Okkur fannst vanta einhver gögn til að vísa í þar sem við fundum fyrir miklum mun á kynjum í tónlistariðnaðinum og er rannsóknin tilkomin vegna þessa. KÍTÓN hefur líka skapað mikla vitund meðal kvenna um að koma frekar inn í ýmis ráð og félög á vegum tónlistar. Ég held að það verði breyting á næstu árum og að þetta nái að leiðréttast aðeins með tilkomu þessarar vitundarvakningar.“

Lára segist nokkuð viss um að kynjaskekkjan liggi í grunninum, í uppeldinu. „Mér finnst mikilvægt að kennslu í kynjafræði verði komið fyrir á öllum skólastigum og þar verði fræðsla um staðalímyndir og kynímyndir, sérstaklega til þess að fólk sé meðvitaðara um þetta og hvaða afleiðingar þetta hefur. Það er grundvöllur að jafnrétti,“ segir Lára. Til að uppræta kynjaskekkjuna sé mikilvægt að viðurkenna þau áhrif sem menningarlegur mismunur og úreltar staðalímyndir og kynímyndir hafi á stöðu kvenna í íslenskri tónlist.

Engin gögn eru til um útgefnar plötur. Ekki var því ...
Engin gögn eru til um útgefnar plötur. Ekki var því hægt að bera saman umfjöllun við útgefnar plötur undanfarin ár. Plötutíðindi eru eina viðmiðið en þar er öllum frjálst að tilkynna útgáfu sem kostar þó sitt.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Strekkings norðanátt á landinu í dag

08:40 Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra. Norðanátti gengur síðan niður á morgun og veður fer skánandi. Meira »

Ekki vitað um íslensk fórnarlömb

08:21 Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðju­verk­inu í Barcelona í gærdag, þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks á Römblunni. Meira »

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

07:57 Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.  Meira »

Plakat Loftleiða falt fyrir 65.000 kr.

08:18 Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira »

Fær ekki greiddar frekari bætur

07:37 Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa. Meira »

5 teknir við ölvunarakstur

06:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu. Meira »

Nýtt torg við Hlemm

05:30 Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira »

Fleiri vinna 40 stundir í viku

05:30 Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira »

Ferðatöskur fullar af eikarfræjum

05:30 Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og fagmálastjóri Skógræktarinnar, safnaði ásamt félögum sínum eikarfræjum úr 300 ára gömlum eikarskógi í fjöllunum suðvestan við Göttingen í Þýskalandi. Meira »

Aukið framboð á félagslegu húsnæði

05:30 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auka framboð á félagslegu húsnæði til samræmis við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Meira »

Neysluvatn í Atlavík ekki drykkjarhæft

05:30 Bilun í tækjabúnaði veldur því að sjóða þarf neysluvatn á tjaldsvæðinu í Atlavík áður en það er drukkið.   Meira »

Vill tryggja útgáfuna

05:30 „Tilefnið er einfaldlega hin harðnandi og mikla samkeppni sem íslenskan á í og er að glíma við um þessar mundir og birtist meðal annars í stöðu bókaútgáfunnar sem útgefendur hafa nú kynnt.“ Meira »

Vöxtur á landsbyggðinni

05:30 Skýrsla Byggðastofnunar um Hagvöxt landshluta 2008 til 2015 er komin út. Þetta er áttunda skýrslan sem Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, gefur út. Meira »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...