Ekkert ofbeldi í MMA

Gunnar Nelson segir blandaðar bardagaíþróttir ekki eiga neitt skylt með ...
Gunnar Nelson segir blandaðar bardagaíþróttir ekki eiga neitt skylt með ofbeldi Eggert Jóhannesson

Umfjöllun með fyrirsögninni „Ofbeldisfyllsta íþrótt í heimi“ birtist í helgarblaði Fréttablaðsins. Í umfjölluninni er rakin saga blandaðra bardagaíþrótta (MMA) og UFC, stærstu mótaraðarinnar í íþróttinni. Í umfjölluninni er rætt við Gunnar Nelson, eina Íslendinginn sem keppt hefur í UFC.

Gunnar segir í samtali við mbl.is að umfjöllun Fréttablaðsins, þá sérstaklega fyrirsögnin, sé á algjörum villigötum. Enginn sé beittur ofbeldi í MMA.

„Þetta er alveg fáránleg fyrirsögn sem á ekkert heima þarna, sérstaklega á þessum tíma. Mér finnst þetta taktlaust og leiðinlegt, því það er ekkert ofbeldi í þessari íþrótt, sérstaklega þegar maður ber hana saman við aðrar íþróttir sem eru raunverulega ofbeldisfullar, eins og til dæmis nautaat, ef það er rétt að kalla það íþrótt,“ segir Gunnar Nelson. 

„Í MMA eru þrautþjálfaðir menn að keppa eftir fyrirfram ákveðnum reglum og ströngu eftirliti fagaðila.“

Vita um hvað leikurinn snýst

Hann segir að allir sem stíga inn í átthyrninginn vita hvað kunni að bíða þeirra, en keppi samt af fúsum og frjálsum vilja í íþróttinni. Enginn sé því þvingaður til neins.

„Mín skilgreining á ofbeldi er sú að þú neyðir einhvern til einhvers, eða gerir eitthvað við hann sem hann vill ekki taka þátt í. Þarna séu hins vegar tveir þrautþjálfaðir menn, sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í.“

Það sem við aðrar aðstæður væri því flokkað sem ofbeldi er það ekki í keppninni, því allir sem keppi hafi gefið upplýst samþykki fyrir því sem kunni að gerast. 

„Þetta er bara eins og svo margt annað. Ef þú tekur af einhverjum bolta sem á hann og vill ekki að þú takir hann, þá er það ofbeldi. Ef þú gerir það á fótboltavellinum, þá er það ekki ofbeldi, það er fótbolti,“ segir Gunnar.

Gamall fordómastimpill á íþróttinni

Í umfjölluninni er ennfremur dregið fram nafn sem íþróttin fékk á sig í árdögum, „mennskt hanaat“ (e. human cockfighting). „Það var á þeim tíma sem mönnum fannst þetta hrikalega ofbeldisfullt og of fáar reglur. Nú er búið að setja allskonar reglur til að vernda keppendurna. Þetta er bara gamall fordómastimpill á íþróttinni.“ Íþróttin hafi hins vegar breyst mjög mikið frá árinu 1993, og þó svo eðli hennar sé það sama, þá sé búningurinn allt annar.

Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri vefritsins MMA fréttir, lýsir undrun sinni á umfjöllun Fréttablaðsins í pistli á vefnum og segir meðal annars: 

„Ofbeldi og íþrótt passa að mínu mati ekki í sömu setningu. [...] Myndin sem fylgir fréttinni er ein blóðugastsa mynd sem ég hef séð í MMA og gefur upp mjög neikvæða mynd af íþróttinni.

Þegar stórir skurðir koma upp í MMA bardögum er mjög vel fylgst með þeim og dómarinn kallar oft til lækni eða hornamann til að stöðva blóðstreymið.

Að sjá svo mikið blóð í MMA bardaga eins og er á myndinni er sjaldgæft sem betur fer. Í heildina dregur þessi grein upp ranga ímynd af íþróttinni,“ skrifar Pétur Marinó.

Á ekkert skylt við ofbeldi

„Meiðsla og slysatíðni í þessari íþrótt er engu meiri en í öðrum íþróttum, þó svo að menn fái marbletti, sprungna vör og glóðarauga, þá slasast menn ekki alvarlega,“ bætir Gunnar við. „Íþróttin er auðvitað harðgerð og lítur skuggalega út fyrir óreynt auga.“ Hann skellir uppúr þegar hann er spurður hvort hann líti á sig sem ofbeldismann. „Nei, ég lít engan veginn á mig sem ofbeldismann og hef aldrei gert. Engan veginn. Eins og ég segi, þetta á ekkert skylt með ofbeldi.“

Eftir að umfjöllunin birtist hafi fjölmargir iðkendur bardagaíþrótta, blandaðra og annarra, lýst undrun sinni á þeirri mynd sem dregin sé upp af íþróttinni og að greinilegt sé að skilgreining blaðsins á ofbeldi fari ekki saman við skilgreiningu iðkenda á því. Valdbeiting með samþykki, eins og gerist í UFC, eigi því ekkert skylt við til dæmis það ofbeldi sem misyndismenn beiti saklausa borgara.

Gunnar Nelson á æfingu
Gunnar Nelson á æfingu Ljósmynd/Jón Viðar
Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA-frétta
Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA-frétta
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Ákærðir fyrir brot á lögum um náttúruvernd

Í gær, 21:14 Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fyrir að hafa í fyrra brotið gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um friðland á Hornströndum með því að hafa laugardaginn 28. Maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í vikutíma án þess að tilkynna Umhverfisstofnun um ferðalag sitt. Meira »

Nýr ketill hefur myndast í Öræfajökli

Í gær, 21:14 Nýr sigketill, um einn kílómetri í þvermál, hefur myndast í öskjunni í Öræfajökli síðastliðna viku. Þetta sýna nýlegar gervihnattamyndir af jöklinum. Þá náði flugstjóri í farþegaflugi einnig ljósmyndum í dag og sendi Veðurstofunni. Meira »

Annað og meira en reynsla og kjöt

Í gær, 20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

Í gær, 19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

Í gær, 19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Í gær, 18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

Í gær, 18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

Í gær, 17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

Í gær, 17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

Í gær, 18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

Í gær, 17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

Í gær, 17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Höfuðljós, vasaljós og luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
HANDLISTAR Á VEGG - STÁL EÐA TRÉ
Fljót og góð þjónusta, tilsniðið og uppsett. Sími 848 3215 Svörum í símann 9 -...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...