Ekkert ofbeldi í MMA

Gunnar Nelson segir blandaðar bardagaíþróttir ekki eiga neitt skylt með ...
Gunnar Nelson segir blandaðar bardagaíþróttir ekki eiga neitt skylt með ofbeldi Eggert Jóhannesson

Umfjöllun með fyrirsögninni „Ofbeldisfyllsta íþrótt í heimi“ birtist í helgarblaði Fréttablaðsins. Í umfjölluninni er rakin saga blandaðra bardagaíþrótta (MMA) og UFC, stærstu mótaraðarinnar í íþróttinni. Í umfjölluninni er rætt við Gunnar Nelson, eina Íslendinginn sem keppt hefur í UFC.

Gunnar segir í samtali við mbl.is að umfjöllun Fréttablaðsins, þá sérstaklega fyrirsögnin, sé á algjörum villigötum. Enginn sé beittur ofbeldi í MMA.

„Þetta er alveg fáránleg fyrirsögn sem á ekkert heima þarna, sérstaklega á þessum tíma. Mér finnst þetta taktlaust og leiðinlegt, því það er ekkert ofbeldi í þessari íþrótt, sérstaklega þegar maður ber hana saman við aðrar íþróttir sem eru raunverulega ofbeldisfullar, eins og til dæmis nautaat, ef það er rétt að kalla það íþrótt,“ segir Gunnar Nelson. 

„Í MMA eru þrautþjálfaðir menn að keppa eftir fyrirfram ákveðnum reglum og ströngu eftirliti fagaðila.“

Vita um hvað leikurinn snýst

Hann segir að allir sem stíga inn í átthyrninginn vita hvað kunni að bíða þeirra, en keppi samt af fúsum og frjálsum vilja í íþróttinni. Enginn sé því þvingaður til neins.

„Mín skilgreining á ofbeldi er sú að þú neyðir einhvern til einhvers, eða gerir eitthvað við hann sem hann vill ekki taka þátt í. Þarna séu hins vegar tveir þrautþjálfaðir menn, sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í.“

Það sem við aðrar aðstæður væri því flokkað sem ofbeldi er það ekki í keppninni, því allir sem keppi hafi gefið upplýst samþykki fyrir því sem kunni að gerast. 

„Þetta er bara eins og svo margt annað. Ef þú tekur af einhverjum bolta sem á hann og vill ekki að þú takir hann, þá er það ofbeldi. Ef þú gerir það á fótboltavellinum, þá er það ekki ofbeldi, það er fótbolti,“ segir Gunnar.

Gamall fordómastimpill á íþróttinni

Í umfjölluninni er ennfremur dregið fram nafn sem íþróttin fékk á sig í árdögum, „mennskt hanaat“ (e. human cockfighting). „Það var á þeim tíma sem mönnum fannst þetta hrikalega ofbeldisfullt og of fáar reglur. Nú er búið að setja allskonar reglur til að vernda keppendurna. Þetta er bara gamall fordómastimpill á íþróttinni.“ Íþróttin hafi hins vegar breyst mjög mikið frá árinu 1993, og þó svo eðli hennar sé það sama, þá sé búningurinn allt annar.

Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri vefritsins MMA fréttir, lýsir undrun sinni á umfjöllun Fréttablaðsins í pistli á vefnum og segir meðal annars: 

„Ofbeldi og íþrótt passa að mínu mati ekki í sömu setningu. [...] Myndin sem fylgir fréttinni er ein blóðugastsa mynd sem ég hef séð í MMA og gefur upp mjög neikvæða mynd af íþróttinni.

Þegar stórir skurðir koma upp í MMA bardögum er mjög vel fylgst með þeim og dómarinn kallar oft til lækni eða hornamann til að stöðva blóðstreymið.

Að sjá svo mikið blóð í MMA bardaga eins og er á myndinni er sjaldgæft sem betur fer. Í heildina dregur þessi grein upp ranga ímynd af íþróttinni,“ skrifar Pétur Marinó.

Á ekkert skylt við ofbeldi

„Meiðsla og slysatíðni í þessari íþrótt er engu meiri en í öðrum íþróttum, þó svo að menn fái marbletti, sprungna vör og glóðarauga, þá slasast menn ekki alvarlega,“ bætir Gunnar við. „Íþróttin er auðvitað harðgerð og lítur skuggalega út fyrir óreynt auga.“ Hann skellir uppúr þegar hann er spurður hvort hann líti á sig sem ofbeldismann. „Nei, ég lít engan veginn á mig sem ofbeldismann og hef aldrei gert. Engan veginn. Eins og ég segi, þetta á ekkert skylt með ofbeldi.“

Eftir að umfjöllunin birtist hafi fjölmargir iðkendur bardagaíþrótta, blandaðra og annarra, lýst undrun sinni á þeirri mynd sem dregin sé upp af íþróttinni og að greinilegt sé að skilgreining blaðsins á ofbeldi fari ekki saman við skilgreiningu iðkenda á því. Valdbeiting með samþykki, eins og gerist í UFC, eigi því ekkert skylt við til dæmis það ofbeldi sem misyndismenn beiti saklausa borgara.

Gunnar Nelson á æfingu
Gunnar Nelson á æfingu Ljósmynd/Jón Viðar
Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA-frétta
Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA-frétta
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta er hrein snilld“

12:31 „Aflabrögðin hafa verið góð og það er ekkert upp á þau að kvarta. Við erum smám saman að læra á nýtt skip og nýjan búnað og hver veiðiferð fer í reynslubankann og færir okkur nær því takmarki að tileinka okkur alla þessa nýju tækni.“ Meira »

Harður árekstur á Hringbraut

12:23 Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur nokkurra bíla á mótum Hringbrautar og Njarðargötu.   Meira »

Líst mjög vel á tillögu Bjarna

12:15 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Flestir vilja VG í næstu stjórn

12:12 Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%. Meira »

Hægt að sækja um vegabréf í 10 löndum

12:03 Íslendingar geta núa sótt um vegabréf í sendiráði Íslands í París, Tókýó og aðalræðisskrifstofunni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Sigríður víkur sæti vegna umsóknar

11:56 Dómsmálaráðuneytinu hefur borist 41 umsókn um 8 stöður héraðsdómara sem auglýstar voru lausar til umsóknar 1. september sl. Umsóknarfrestur rann út 18. september. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í málinu vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns. Meira »

Vill lögleiða neyslu kannabisefna

11:16 Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp um lögleiðingu á neyslu kannabisefna, en hann greinir frá því á heimasíðu sinni. Frumvarpið felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Meira »

Bakaralandsliðið keppir í Stokkhólmi

11:36 Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Norðurlandakeppni í bakstri sem fram fer í Stokkhólmi um næstu helgi. Í landsliðinu eru sex ungir bakarar sem hafa á undanförnum mánuðum æft sig í gerð ýmis konar brauðmetis og gerð skrautstykkis. Meira »

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

10:57 „Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“ Meira »

Formenn flokkanna funda aftur í dag

10:48 Forseti Alþingis mun funda með öllum formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi klukkan 12:30 í dag. Á fundinum verður rætt með hvaða hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Hvort hægt verði að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni

10:28 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir að hafa brotist inn í hús og sest á rúm 11 ára stúlku sem þar dvaldi brjóta gegn henni kynferðislega með að strjúka henni um bak og mjöð innanklæða áður en hann fór upp í rúm til hennar og hélt áfram að strjúka henni. Meira »

„Okkar markmiði er náð“

10:28 „Það er búið að leiðrétta þennan áburð bæjarstjórans opinberlega með þeim hætti að við teljum ekki ástæðu til að vera að eltast við þetta lengur. Okkar markmiði er náð,” segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávar- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Andlát: Sigurður Pálsson

10:26 Sigurður Pálsson, rithöfundur, er látinn, 69 ára að aldri. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gær eftir erfið veikindi. Meira »

Augun eins og krækiber

07:57 „Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“. Meira »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Dílum við það sem gerist

08:18 „Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

07:37 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
BMW klossar, olíusía og olíusíuverkfæri
BMW bremsuklossa sett framan Báðum megin framan. Passar á eftirfarandi hjól ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...