Ekkert ofbeldi í MMA

Gunnar Nelson segir blandaðar bardagaíþróttir ekki eiga neitt skylt með ...
Gunnar Nelson segir blandaðar bardagaíþróttir ekki eiga neitt skylt með ofbeldi Eggert Jóhannesson

Umfjöllun með fyrirsögninni „Ofbeldisfyllsta íþrótt í heimi“ birtist í helgarblaði Fréttablaðsins. Í umfjölluninni er rakin saga blandaðra bardagaíþrótta (MMA) og UFC, stærstu mótaraðarinnar í íþróttinni. Í umfjölluninni er rætt við Gunnar Nelson, eina Íslendinginn sem keppt hefur í UFC.

Gunnar segir í samtali við mbl.is að umfjöllun Fréttablaðsins, þá sérstaklega fyrirsögnin, sé á algjörum villigötum. Enginn sé beittur ofbeldi í MMA.

„Þetta er alveg fáránleg fyrirsögn sem á ekkert heima þarna, sérstaklega á þessum tíma. Mér finnst þetta taktlaust og leiðinlegt, því það er ekkert ofbeldi í þessari íþrótt, sérstaklega þegar maður ber hana saman við aðrar íþróttir sem eru raunverulega ofbeldisfullar, eins og til dæmis nautaat, ef það er rétt að kalla það íþrótt,“ segir Gunnar Nelson. 

„Í MMA eru þrautþjálfaðir menn að keppa eftir fyrirfram ákveðnum reglum og ströngu eftirliti fagaðila.“

Vita um hvað leikurinn snýst

Hann segir að allir sem stíga inn í átthyrninginn vita hvað kunni að bíða þeirra, en keppi samt af fúsum og frjálsum vilja í íþróttinni. Enginn sé því þvingaður til neins.

„Mín skilgreining á ofbeldi er sú að þú neyðir einhvern til einhvers, eða gerir eitthvað við hann sem hann vill ekki taka þátt í. Þarna séu hins vegar tveir þrautþjálfaðir menn, sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í.“

Það sem við aðrar aðstæður væri því flokkað sem ofbeldi er það ekki í keppninni, því allir sem keppi hafi gefið upplýst samþykki fyrir því sem kunni að gerast. 

„Þetta er bara eins og svo margt annað. Ef þú tekur af einhverjum bolta sem á hann og vill ekki að þú takir hann, þá er það ofbeldi. Ef þú gerir það á fótboltavellinum, þá er það ekki ofbeldi, það er fótbolti,“ segir Gunnar.

Gamall fordómastimpill á íþróttinni

Í umfjölluninni er ennfremur dregið fram nafn sem íþróttin fékk á sig í árdögum, „mennskt hanaat“ (e. human cockfighting). „Það var á þeim tíma sem mönnum fannst þetta hrikalega ofbeldisfullt og of fáar reglur. Nú er búið að setja allskonar reglur til að vernda keppendurna. Þetta er bara gamall fordómastimpill á íþróttinni.“ Íþróttin hafi hins vegar breyst mjög mikið frá árinu 1993, og þó svo eðli hennar sé það sama, þá sé búningurinn allt annar.

Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri vefritsins MMA fréttir, lýsir undrun sinni á umfjöllun Fréttablaðsins í pistli á vefnum og segir meðal annars: 

„Ofbeldi og íþrótt passa að mínu mati ekki í sömu setningu. [...] Myndin sem fylgir fréttinni er ein blóðugastsa mynd sem ég hef séð í MMA og gefur upp mjög neikvæða mynd af íþróttinni.

Þegar stórir skurðir koma upp í MMA bardögum er mjög vel fylgst með þeim og dómarinn kallar oft til lækni eða hornamann til að stöðva blóðstreymið.

Að sjá svo mikið blóð í MMA bardaga eins og er á myndinni er sjaldgæft sem betur fer. Í heildina dregur þessi grein upp ranga ímynd af íþróttinni,“ skrifar Pétur Marinó.

Á ekkert skylt við ofbeldi

„Meiðsla og slysatíðni í þessari íþrótt er engu meiri en í öðrum íþróttum, þó svo að menn fái marbletti, sprungna vör og glóðarauga, þá slasast menn ekki alvarlega,“ bætir Gunnar við. „Íþróttin er auðvitað harðgerð og lítur skuggalega út fyrir óreynt auga.“ Hann skellir uppúr þegar hann er spurður hvort hann líti á sig sem ofbeldismann. „Nei, ég lít engan veginn á mig sem ofbeldismann og hef aldrei gert. Engan veginn. Eins og ég segi, þetta á ekkert skylt með ofbeldi.“

Eftir að umfjöllunin birtist hafi fjölmargir iðkendur bardagaíþrótta, blandaðra og annarra, lýst undrun sinni á þeirri mynd sem dregin sé upp af íþróttinni og að greinilegt sé að skilgreining blaðsins á ofbeldi fari ekki saman við skilgreiningu iðkenda á því. Valdbeiting með samþykki, eins og gerist í UFC, eigi því ekkert skylt við til dæmis það ofbeldi sem misyndismenn beiti saklausa borgara.

Gunnar Nelson á æfingu
Gunnar Nelson á æfingu Ljósmynd/Jón Viðar
Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA-frétta
Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA-frétta
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »

Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

06:06 Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð. Meira »

Handtekinn í brúðkaupi

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í brúðkaupsveislu í nótt.  Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »
SómaJulla
Sóma Julla, Selva mótor 60hp, dýptarmælir, GPS, 2 rafgeymar, rafmagnsdæla, handd...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....