Adolf Inga sagt upp

Adolf Ingi hefur lengi starfað sem íþróttafréttamaður á RÚV.
Adolf Ingi hefur lengi starfað sem íþróttafréttamaður á RÚV. mbl.is

Meðal starfsmanna RÚV sem hafa fengið uppsagnarbréf í dag eru fréttamennirnir og dagskrárgerðarmennirnir Jóhannes Kr. Kristjánsson, Adolf Ingi Erlingsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Guðfinnur Sigurvinsson, Kristófer Svavarsson, Linda Blöndal, Margrét Erla Maack og Berglind Eygló Jónsdóttir. Gunnari Gunnarssyni umsjónarmanni Spegilsins hefur verið boðinn starfslokasamningur.

Í fréttatilkynningu sem Páll Magnússon útvarpsstjóri sendi frá sér í morgun segir að vegna niðurskurðar í rekstri Ríkisútvarpsins þurfi að fækka starfsmönnum hjá stofnuninni um 60, þar af verði beinar uppsagnir 39 sem koma til framkvæmda nú þegar.

Í tilkynningunni segir að RÚV þurfi að skera niður um hálfan milljarð króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert