Meirihlutinn héldi velli í Kópavogi

Á leið heim úr skólanum í Kópavogi
Á leið heim úr skólanum í Kópavogi mbl.is/Ómar

Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa héldi velli ef sveitarstjórnarkosningar færu fram á morgun.

Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið myndi Sjálfstæðisflokkur styrkja mjög stöðu sína, fá 41,4% fylgi og fimm menn kjörna en eftir kosningarnar 2010 fékk hann 30,2% og fjóra menn.

Framsóknarflokkurinn fengi 9,5% atkvæða, var með 7,2% og héldi sínum manni í bæjarstjórn. Þriðji samstarfsflokkurinn í meirihlutanum, Y-listinn, myndi hins vegar tapa sínum manni og fá aðeins 3% fylgi, var með 10,2% í kosningunum 2010. Eftir sem áður héldi meirihlutinn með samanlagt sex bæjarfulltrúa af 11, að því er fram kemur í umfjöllun um niðurstöður könnunarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert