Vilja stjórn RÚV á fund

Ríkisútvarpið í Efstaleiti.
Ríkisútvarpið í Efstaleiti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar nú í morgun óskuðu fulltrúar minnihlutans eftir því að fá stjórn RÚV á fund nefndarinnar til að fara yfir þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið í stofnuninni og þá stöðu sem af þeim leiðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Svandísi Svavarsdóttur, Guðbjarti Hannessyni, Helga Hrafni Gunnarssyni og Páli Val Björnssyni.

Á fundinum verði jafnframt farið yfir aðdraganda og forsendur aðgerðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert