Leyndinni aflétt í Hörpu

Forystumenn ríkisstjórnarinnar munu kynna aðgerðir í þágu skuldugra heimila í …
Forystumenn ríkisstjórnarinnar munu kynna aðgerðir í þágu skuldugra heimila í Hörpunni á morgun, laugardag. mbl.is

Tillögur sérfræðingahóps um aðgerðir í þágu skuldugra heimila verða teknar fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þær verða síðan til umræðu á þingflokksfundum ríkisstjórnarflokkanna á laugardag, en að því loknu verður efnt til blaðamannafundar í Hörpu þar sem þær verða kynntar almenningi.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur tímasetning blaðamannafundarins ekki verið ákveðin en forystumenn ríkisstjórnarinnar munu þar sitja fyrir svörum. 

Eftir fundinn verða aðgerðirnar gerðar aðgengilegar almenningi á vefsíðu þar sem dæmi verða tekin um áhrif þeirra á stöðu lántaka. 

Með því verður loforð um að kynna tillögurnar fyrir lok nóvember efnt.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa náð samkomulagi um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna sem fela það í sér að skuldir þeirra gætu lækkað í kringum 130 milljarða króna.
Um verður að ræða blandaða leið beinna niðurfellinga á verðtryggðum lánum og skattaafsláttar við greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert