Fundu mótefni gegn bornaveiru í hrossum

mbl.is/Örn Þórarinsson

Í fyrsta skipti hafa greinst í hestum á Íslandi mótefni gegn bornaveiru. Mótefnin greindust í hrossum á tveimur stöðum hérlendis árið 2011.

Mótefni gegn veirunni hafa greinst í fjölda dýrategunda víða um heim, m.a. í hestum, sauðfé, nautgripum, hundum, köttum, nagdýrum, mönnum auk fugla. Veiran er þekkt að því að valda bornaveiki í hrossum þar sem einkenni frá miðtaugakerfinu eru áberandi.

„Við vissum ekki til að þessi veirusýking fyndist hér á landi. Þetta þýðir að einhverjar gerðir af bornaveirum hafa borist í hross hérlendis. En ekki er vitað með hvaða hætti,“ segir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Tilraunastöðinni á Keldum. Ekki virðist hætta á að hestar smiti hver annan eða önnur dýr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert