Hótaði að skjóta lögreglumenn

Frá umsátrinu í dag.
Frá umsátrinu í dag. Ljósmynd/Feykir.is

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í húsnæði sínu við götuna Hásæti á Sauðárkróki á fjórða tímanum í dag. Maðurinn hringdi í Neyðarlínuna, sagðist vera vopnum búinn og hótaði að skjóta lögreglumenn. Lögreglan á Sauðárkróki naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við handtökuna.

Engu skoti var hleypt af en lögregla gefur ekki upplýsingar um það að svo stöddu hvort skotvopn hafi fundist á heimili mannsins. Um er að ræða félagsþjónustuíbúð og samkvæmt heimildum mbl.is hefur maðurinn átt við geðræn vandamál að stríða.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is voru aðgerðir lögreglu á vettvangi þannig, að settur var upp sjónpóstur og fylgst með íbúðinni þar til sérsveitin kom á vettvang. Þá var ráðist inn í húsið og maðurinn handtekinn.

Umsátur á Sauðárkróki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert