Trúað Evrópusambandinu í blindni

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Viðbrögð utanríkisráðherra og stór orð sem falla í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins verða ekki skýrð með öðru en því að innan ráðuneytisins hafi menn trúað í blindni orðum Brusselmanna um þetta mál eins og önnur. Hvenær ætli menn í ráðuneytinu við Rauðarárstíg átti sig á að viðhlæjendur innan ESB hafa aldrei borið hagsmuni Íslands fyrir brjósti?“

þannig spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á Facebook-síðu sinni vegna þeirrar ákvörðunar Evrópusambandsins að hætta öllum IPA-styrkjum vegna verkefna á Íslandi en tilgangur þeirra er að undirbúa ríki fyrir inngöngu í sambandið. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra brást illa við ákvörðun Evrópusambandsins í gær og sagði sambandið hafa til þessa gert því skóna að haldið yrði áfram þeim verkefnum sem hafin hefðu verið.

„Brusselmenn fara sínu fram þegar þeim hentar og á þann veg sem þeim sýnist, að sjálfsögðu. Í tæp fjögur ár létu þeir eins og komið yrði til móts við Íslendinga í sjávarútvegsmálum en beittu samtímis öllum ráðum til að hafa af okkur makríl og utanríkisráðuneytið lét eins og makríldeilan væri á öðru plani,“ segir Björn ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert