Leiðindaskjóða mætt á svæðið

Jólavætt
Jólavætt

Leiðindaskjóða  er ný jólavættur Jólaborgarinnar Reykjavík, en hún birtist á Hafnarhúsinu í morgun þar sem hún mun halda sig næstu vikurnar. 

Jón Gnarr borgarstjóri tók á móti Leiðindaskjóðu í Listasafni Reykjavíkur í morgun og var ákveðið að leggja öllum leiðindum í desember henni til heiðurs og henti hann þeim í skjóðu sem hún var með meðferðis, segir í tilkynningu.

Nýja jólavætturin er byggð á þjóðsögum Jóns Árnasonar og nafnaþulum um börn Grýlu. Leiðindaskjóða er ein af dætrum Grýlu og Bola sem var giftur Grýlu um tíma. Leiðindaskjóða er hins vegar allt annað en leiðinleg og þekkist á gríðarstórri skjóðu sem hún dröslar með sér og safnar í leiðindum, veseni og amstri sem safnast á meðal landsmanna, tekur með sér upp til fjalla og eyðir á viðeigandi hátt.

Jólavættir Reykjavíkurborgar eru nú orðnar ellefu talsins og var Leiðindaskjóðu  vel tekið af öðrum fjölskyldumeðlimum í morgun eða þeim Grýlu, Leppalúða, Jólakettinum, Rauðhöfða og jólasveinunum. Jólavættirnar sem Gunnar Karlsson myndlistarmaður hefur teiknað byggja á hugmynd Hafsteins Júlíussonar um að tengja Jólaborgina Reykjavík við íslenska sagnahefð.

Jólavættunum er ætlað að kynna sérstöðu Reykjavíkurborgar fyrir innlendum og erlendum gestum hennar.  Þær birtast nú ein af annarri á húsveggjum  víðsvegar um borgina þar sem þeim verður hampað. 

Sjá nánar hér

Jólavætt
Jólavætt
Jón Gnarr og Leiðindaskjóða
Jón Gnarr og Leiðindaskjóða
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert