Sakborningar víki úr dómssal

Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason eru …
Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason eru meðal sakborninga í málinu.

Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun hvort sakborningum í Stokkseyrarmálinu svokallaða verði gert að víkja úr dómssal þegar vitnaleiðslur standa yfir í aðalmeðferð málsins í næstu viku. Réttarhöldin hefjast á mánudag og standa yfir í þrjár daga.

Fimm menn eru ákærðir fyrir stórfelldar líkamsárásir og frelsissviptingu, Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson.

Dómari í málinu úrskurðaði í morgun að sakborningarnir fimm ættu að víkja úr dómssal en var sá úrskurður kærður til Hæstaréttar.

Mennirnir eru ákærðir fyrir þrjár stórfelldar líkamsárásir auk auk þess sem Stefán Logi er ákærður fyrir að hóta að drepa barnsmóður sína og föður hennar. Meðal annars notuðu mennirnir skæri og heimatilbúinn hníf eða rakvélablað til að stinga eitt fórnarlambið í höfuðið og klippa í eyrun á því. Annað fórnarlamb var afklætt, sprautað rakspíra á bringuna á því og kveikt í. Árásarmennirnir gerðu svo það sama við kynfæri mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert