„Mandela táknmynd frelsis“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vottar suðurafrísku þjóðinni samúð sína fyrir hönd íslensku þjóðarinnar við fráfall Nelsons Mandela.

„Í gærkveldi bárust þær fregnir að Nelson Mandela hefði látist eftir langvinn veikindi.

Í mínum huga var Nelson Mandela táknmynd frelsis, vonar, mannúðar og fyrirgefningar og með fráfalli hans er ekki einungis genginn helsti leiðtogi Suður-Afríku, heldur heimsbyggðarinnar allrar. Minningin um Nelson Mandela og baráttu hans í þágu jafnréttis og mannréttinda mun ávallt lifa.

Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og íslensku þjóðarinnar votta ég fjölskyldu og aðstandendum, ríkisstjórn Suður-Afríku og suðurafrísku þjóðinni innilega samúð. Megi Nelson Mandela hvíla í friði,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert