Meira en 30 stiga frost við Mývatn

Meira en þrjátíu stig frost er við Mývatn.
Meira en þrjátíu stig frost er við Mývatn. mbl.is/Rax

Frost fór í 31 stig við Mývatn á áttunda tímanum í kvöld en þar hefur kólnað hægt og bítandi í dag. Þetta er mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag. Í Kolku hefur frost mælst 26,2 stig og á Gauksmýri 24,4 stig. Áfram verður mjög kalt í veðri.

Á vefsvæði Veðurstofu Íslands segir að spáð sé vaxandi austanátt með snjókomu sunnantil á landinu, en hægari vindi. Skýjað verður með köflum og yfirleitt þurrt norðan- og austantil.

Austan 15-25 og snjókoma um landið sunnanvert í nótt og í fyrramálið, hvassast syðst. Hægari vindur og úrkomulítið fyrir norðan. Dregur úr vindi og úrkomu sunnanlands eftir hádegi á morgun.

Austan 10-18 m/s annað kvöld, snjókoma eða slydda með suður- og suðvesturströndinni, snjókoma austanlands, en þurrt að kalla norðvestantil. Frost 5 til 23 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Dregur úr frosti sunnanlands í kvöld, en norðaustanlands á morgun. Frost 0 til 10 stig síðdegis á morgun, mildast syðst.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert