Ógæfumenn í öldudal

Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason.
Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason.

Annar dagur aðalmeðferðar yfir Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum er runninn upp. Ákært er fyrir frelsissviptingu og stórfelldar  líkamsárásir. Gæfan virðist ekki vofa yfir nokkrum þeim sem að þessu máli kemur og því má jafnvel halda fram að þeir hafi lent í öldudal.

Aðalmeðferð málsins hófst í gær. Þannig minnst sé á alvarlegri - í mjög alvarlegri ákæru - ákæruliðinn og vísað í framburð sakbornings þegar hann var spurður að því hvort fórnarlambið hefði hlotið slíka áverka á vör að hún hékk ekki á sínum stað vegna þess að hann var skorinn eða laminn, þá sagði viðkomandi: „Ég held að hann hafi verið laminn.“ Sami maður saumaði vörina saman og sagðist bæði hafa farið skyndihjálparnámskeið og notað staðdeyfingakrem.

Það er nú svo merkilegt í þessu máli að sagan sem sögð er í ákærunni var gott sem staðfest fyrir dómi. Sakborningar reyndu auðvitað að fría sig frá málinu en stundum var eins og þeir hefðu ekki önnur svör en sannleikann. 

Saksóknari: „Var hann klæddur?“

Sakborningur: „Nei, hann var í ruslapoka“

Saksóknari: „Af hverju?“

Sakborningur: „Við vorum mökkaðir á því.“

Þetta var tilfinnanlega ljóst þegar Stefán Logi gaf skýrslu. Af einhverjum ástæðum virðist sem Stefán Logi og verjandi hans hafi gleymt að fara yfir það hverju ætti að svara þegar saksóknari spurði: „Átt þú eitthvað sökótt við þessa menn?“ Stefán neitaði því að sjálfsögðu. „Hvers vegna bera þeir þig þá röngum sökum?“

Þarna hikaði Stefán Logi. Þeir sem þekkja til vita að hikið skiptir sköpum. „Ég hef ekki pælt í  því þannig. Maður var reiður og þannig.“ Eftir umhugsun sagði hann annað fórnarlambið líklega á höttunum eftir peningum, miskabótum. En þegar hann var spurður um áverkana á hinu fórnarlmbinu: „Það eina sem mér dettur í hug er að þeir hafi ætlað að ganga í augun á mér, með því að reyna eitthvað.“

Þegar á hann var gengið hvað þetta atriði varðaði sagði Stefán Logi: „Eina skýringin sem mér dettur í hug er að þeir hafi verið að reyna ganga í augun á mér.“

Stefán var spurður áfram. Spurður út í samkvæmið í Breiðholti. Hvenær það hófst. „Þetta hófst ekkert, þetta var bara fyllerí í marga daga. Þetta var neyslufyllerí.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert