Risavaxin högl á Hvolsvelli

Stærð hagléljanna sést vel þessari mynd
Stærð hagléljanna sést vel þessari mynd Ljósmynd/Svandís Þórhallsdóttir

Þrumur og eldingar brutust fram á Suðurlandi í kvöld ásamt töluverðum éljagangi. Að sögn Veðurstofu Íslands fundust eldingarnar ekki á mælitækjum en Veðurstofunni bárust nokkrar tilkynningar frá íbúum á Suðurlandi sem sögðu frá eldingunum.

Þrumurnar og eldingarnar tengjast þeim skúra- og éljaklökkum sem ganga yfir Suðurlandið um þessar mundir. 

Mbl.is barst þessar myndir frá íbúa á Hvolsvelli sem sýnir stærð haglanna sem dundu á húsum þeirra. 

Ljósmynd/Svandís Þórhallsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert