Huffington Post segir Kirkjufell „af öðrum heimi“

Mögnuð mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð.
Mögnuð mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð. Skjáskot af Huffington Post

„Nei, þig er ekki að dreyma. Þetta hrífandi fjall heitir Kirkjufell og það er til í raunveruleikanum, í alvöru.“

Þannig hefst grein um 11 stórkostlegar ljósmyndir af Kirkjufelli við Grundarfjörð sem finna má á bandaríska fréttavefnum Huffington Post. Í greininni segir að fjallið eitt ætti að vera nógu góð ástæða til að fara til Íslands. 

Myndirnar ellefu eru eftir ýmsa ljósmyndara. Í greininni kemur fram dagsferð frá Reykjavík til Grundarfjarðar til að sjá Kirkjufell sé vel þess virði - og upplifunin „af öðrum heimi“. Þar megi sjá norðurljós, stjörnubjartan himinn og einstaka fossa.

Þá hvetur Huffington Post lesendur sína sem ákveða að fara að Kirkjufelli að taka myndir og setja á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert