Bjarni undirritaði með símanum

Bjarni undirritar skjal til Alþingis með rafrænum skilríkjum í símanum. stækka

Bjarni undirritar skjal til Alþingis með rafrænum skilríkjum í símanum.

Mikilvægt skref var í dag stigið í rafrænni stjórnsýslu þegar fjármála- og efnahagsráðherra  nýtti rafræn skilríki til þess að undirrita tilkynningu frá ráðuneytinu til Alþingis. Með þessu var brotið blað í sögu Stjórnarráðsins, en hefð hefur verið fyrir því að slíkar tilkynningar séu undirritaðar af ráðherra með bleki á pappír, segir í frétt á vef ráðuneytisins.

„Með þessu höfum við tekið stefnu í átt að auknum rafrænum samskiptum í stjórnsýslunni, sem hefur í för með sér minni tilkostnað og þar með betri nýtingu á almannafé og sömuleiðis bætta umgengni við umhverfið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra þegar skjalið var undirritað með rafrænum skilríkjum í síma hans.

Mesta öryggi sem í boði er

Rafræn skilríki eru einu rafrænu auðkennin sem hægt er að nýta til fullgildrar undirritunar. Skilríkin hafa verið í umræðunni undanfarið, ekki síst í ljósi netöryggis. Skilríkin veita mesta öryggi sem í boði er, samkvæmt úttekt sérfræðinga. Öryggið er meðal annars fólgið í því að lykilorð eru hvergi geymd miðlægt.

Allir hafa hag af því að nota rafræn skilríki, þau létta fólki lífið á margan hátt. Til að mynda fækkar lykilorðum, auk þess sem notkun þeirra hefur í för með sér tímasparnað, getur dregið úr fyrirhöfn og auðveldað aðgengi að sífellt fjölbreyttari rafrænni þjónustu. Hér má nefna skattayfirvöld, ýmis fyrirtæki og stofnanir. 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur vakið athygli á mikilvægi öryggis rafrænna skilríkja og hvetur fólk til þess að nýta þau. Rafræn skilríki eru fáanleg á debetkortum og nýlega var farið að gefa þau út í farsímum, sem gerir notkunina einfaldari.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Munu óska aðstoðar úr Bjargráðasjóði

14:19 Farið verður fram á einhverskonar aðstoð úr Bjargráðasjóði vegna Skaftárhlaups og þess tjóns sem hefur hlotist vegna þess. Þá verður einnig farið fram á að opinberar stofnanir, hlusti á áhyggjur heimamanna vegna flóðahættunnar. Þetta segir Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps. Meira »

Þjófnaðaralda á Suðurnesjum

13:52 Óvenjumargar tilkynningar um þjófnaði og innbrot bárust lögreglunni á Suðurnesjum í gær. Skjávarpi, borvél og biblía var á meðal ránsfengsins. Meira »

Ber traust til orða ráðherra

13:43 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður tveggja hælisleitenda sem töpuðu máli fyrir Hæstarétti, segist bera mikið traust orða innanríkisráðherra og telur víst að hætt verði að senda hælisleitendur til Ítalíu að óbreyttu ástandi þar. Hann bíður enn formlegra svara frá ráðherra við bréfi sem hann sendi vegna máls mannanna. Meira »

„Þetta er eins og hafsjór enn þá“

13:06 Hluti túna í Skaftártungu er enn á kafi í vatni eftir Skaftárhlaupið og miklar rigningar í kjölfarið. Talsverður leir er á þeim túnum sem vatn flæddi yfir og lýsir bóndi á svæðinu því þannig að skór verði eins og í steypuvinnu þegar gengið er á túnunum. Meira »

Samningurinn gildi til 1. maí

12:38 Gangi Verkalýðsfélag Akraness og ríkið frá kjarasamningi í þessum mánuði gildir hann til 1. maí á næsta ári. Næsti fundur í kjaradeilunni verður 14. október. Kröfugerð verkalýðsfélagsins byggir á því að starfsfólk sveitarfélaganna fái sambærilegar hækkanir og verkafólk á almennum vinnumarkaði. Meira »

Ekki hægt að misskilja ráðherra

12:34 Það liggur ljóst fyrir hvað forsætisráðherra sagði um loftslagsmál hjá Sameinuðu þjóðunum og ekki var hægt að misskilja það, að sögn Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Ráðherrann sakaði Árna um að hafa „gert sér upp misskilning“ um orð sín. Árni segir málið ekki auka traust á stefnu Íslands. Meira »

Philharmonia Orchestra spilar í Hörpu

12:18 Í ár eru liðin 30 ár frá því Philharmonia Orchestra, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, hélt tónleika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga.Meðal gesta á tónleikunum árið 1985 voru frú Vigdís Finnbogadóttir, Charles prins af Wales og Lafði Díana og gaf hljómsveitin allt fé sem safnaðist til byggingar tónlistarhúss á Íslandi. Meira »

Internetið sjómönnum dýrt

12:32 Alþekkt er að skipverjar á ísfisks-eða frystitogurum greiði yfir 10 til 20 þúsund krónur fyrir internetnotkun á hafi úti í mánuði hverjum. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness segir að á ársgrundvelli séu margir skipverjar að greiða yfir 100 þúsund krónur fyrir internetnotkun um borð í skipunum. Meira »

Veita 11 milljóna styrki

12:07 Í dag, þriðjudaginn 6. október verða styrkir upp á ríflega 11 milljónir króna afhentir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Sjóðnum bárust alls 42 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar og þjálfunar kennara til forritunarkennslu fyrir nemendur og skiptast að þessu sinni á milli 16 skóla. Rúmlega 100 kennarar fá þjálfun til að kenna forritun og verða 75 tölvur afhentar. Meira »

Sigmundur fer á Skaftársvæðið í dag

12:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mun í dag skoða aðstæður á Skaftársvæðinu í kjölfar jökulhlaupsins sem varð úr eystri Skaftárkali í síðustu viku. Sigmundur mun meðal annars hitta sveitastjóra og oddvita Skaftárhrepps. Meira »

Stærsta ráðstefna sinnar tegundar

11:43 Dagana 23.-24. október 2015 standa Ljósmyndarafélag Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands saman að einni stærstu ljósmyndaráðstefnu sem haldin hefur verið hérlendis. Meira »

Slitnaði upp úr viðræðum SALEKS

11:42 Í gærkvöldi slitnaði upp úr viðræðum helstu viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði (svokallaðs SALEKS-hóps) á fundi hjá ríkissáttasemjara sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Meira »

Mega heita Valkyrja og Malína

11:32 Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um millinafnið Hólm. Nafnið er þegar til sem ættarnafn og það einnig á skrá sem karlkyns eiginnafn en samkvæmt lögum um mannanafnanöfn er óheimilt að nota ættarnafn sem millinafn. Meira »

Forseti þurfi meirihluta atkvæða

09:47 „Lagt er til að forseti verði kjörinn með meira afgerandi hætti en verið hefur þannig að ef enginn frambjóðandi til embættis forseta Íslands fær meirihluta gildra atkvæða í kosningu skuli kosið aftur milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengu.“ Meira »

Nýja Auðbrekkuhverfið að mótast

08:18 Uppbygging nýs íbúðahverfis í Auðbrekku í Kópavogi hefst líklega næsta vor eða um hálfu ári síðar en væntingar voru um í fyrrahaust. Meira »

Ísland bætir stöðu sína

10:44 Ísland hefur bætt innleiðingar gerða í EES-samningnum umtalsvert síðastliðið ár en það má sjá á lækkandi innleiðingarhalla. Í nýju frammistöðumati sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, birtir í dag kemur fram að innleiðingarhallinn var kominn niður í 2,1% í apríl sl. þegar nýja matið var unnið. Meira »

Fóru út af við framúrakstur

08:32 Fólksbifreið lenti utan vegar í Víkurskarði í gærkvöldi eftir að hafa reynt að taka fram úr stórri flutningabifreið. Tveir voru í bifreiðinni og sluppu þeir án alvarlegra meiðsla. Meira »

Blautt áfram á landinu

07:58 Búist er við talsverðri rigningu sunnan- og austanlands í fyrstu í dag samkvæmt veðurhorfum næsta sólarhringinn, en miklir vatnavextir hafa verið í ám á sunnan- og vestanverðu landinu. Meira »
HÓPFERÐABÍLAR
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílst...
Led ljós - margar gerðir inni- og útiljósa
Útvegum á hagstæðu verði allar gerðir vinnuljósa og annara led ljósa. Eigum á la...
Togvír til sölu
Togvír til sölu. Togvír 22 mm með stálmerg. 2x 600 faðmar. 200 faðmar lítið no...
KTM 350 / 450 EXC Six Days 2016 á lager.
Farðu alla leið ! Six Days hjólin eru ,,Limited Edition", hlaðin aukahlutum og ö...
 
Aðalfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
Samtök eldri sjálfstæð...
Fræðimannsíbúð
Tilkynningar
Umsóknir um dvöl í ...
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Stjórnunarstörf
273 þúsund m2 430 leigutakar F...
Oddi atvinnuaugl.
Önnur störf
Oddi er stærsti framleiðandi landsins á ...