Bjarni undirritaði með símanum

Bjarni undirritar skjal til Alþingis með rafrænum skilríkjum í símanum. stækka

Bjarni undirritar skjal til Alþingis með rafrænum skilríkjum í símanum.

Mikilvægt skref var í dag stigið í rafrænni stjórnsýslu þegar fjármála- og efnahagsráðherra  nýtti rafræn skilríki til þess að undirrita tilkynningu frá ráðuneytinu til Alþingis. Með þessu var brotið blað í sögu Stjórnarráðsins, en hefð hefur verið fyrir því að slíkar tilkynningar séu undirritaðar af ráðherra með bleki á pappír, segir í frétt á vef ráðuneytisins.

„Með þessu höfum við tekið stefnu í átt að auknum rafrænum samskiptum í stjórnsýslunni, sem hefur í för með sér minni tilkostnað og þar með betri nýtingu á almannafé og sömuleiðis bætta umgengni við umhverfið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra þegar skjalið var undirritað með rafrænum skilríkjum í síma hans.

Mesta öryggi sem í boði er

Rafræn skilríki eru einu rafrænu auðkennin sem hægt er að nýta til fullgildrar undirritunar. Skilríkin hafa verið í umræðunni undanfarið, ekki síst í ljósi netöryggis. Skilríkin veita mesta öryggi sem í boði er, samkvæmt úttekt sérfræðinga. Öryggið er meðal annars fólgið í því að lykilorð eru hvergi geymd miðlægt.

Allir hafa hag af því að nota rafræn skilríki, þau létta fólki lífið á margan hátt. Til að mynda fækkar lykilorðum, auk þess sem notkun þeirra hefur í för með sér tímasparnað, getur dregið úr fyrirhöfn og auðveldað aðgengi að sífellt fjölbreyttari rafrænni þjónustu. Hér má nefna skattayfirvöld, ýmis fyrirtæki og stofnanir. 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur vakið athygli á mikilvægi öryggis rafrænna skilríkja og hvetur fólk til þess að nýta þau. Rafræn skilríki eru fáanleg á debetkortum og nýlega var farið að gefa þau út í farsímum, sem gerir notkunina einfaldari.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

50% aukning í dagsferðir

19:06 Þrátt fyrir að flestir hafi það náðugt yfir jólahátíðarnar og lalli í rólegheitum milli jólaboða er nóg að gera hjá starfsfólki í ferðaþjónustu. Meira »

Metþátttaka í kirkjuhlaupi

19:01 Metþáttaka var í árlegu kirkjuhlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness í morgun. 200 hlauparar hlupu frá Seltjarnarneskirkju kl. 10 í morgun og hlupu 15 kílómetra framhjá 14 kirkjum. Meira »

Keyrt yfir 15 leiði og grafarkross

18:21 Tvisvar sinnum hefur verið keyrt yfir leiði í Gufuneskirkjugarði á síðustu dögum, fyrst daginn fyrir Þorláksmessu og svo aftur á jóladag. Meira »

Fór heila veltu á Holtavörðuheiði

18:14 Tvennt slasaðist þegar ökumaður jepplings missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann valt í svokallaðri Biskupsbeygju á Holtavörðuheiði. Bifreiðin fór heila veltu og endaði á hjólunum. Meira »

Flestir fengið stórkrossinn

18:10 Nær allir forsætisráðherrar Íslands hafa fengið stórkross Fálkaorðunnar. Einungis fjórir forsætisráðherrar á lýðveldistímanum, það er frá lýðveldisstofnuninni árið 1944, hafa annað hvort ekki fengið orðuna eða afþakkað hana. Sex frá því orðan var stofnuð 1921. Meira »

Hafnaði á húsvegg og slasaðist

18:01 Ung stúlka slasaðist alvarlega þegar hún var að renna sér á snjóþotu við bæinn Ytri-Skóga undir Eyjafjöllum í dag. Stúlkan hlaut m.a. höfuðáverka og var flutt með þyrlu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Meira »

Ekki tilkynnt um allar orðuveitingar

16:17 Skrifstofa forseta Íslands segir að fáeinar orðuveitingar fari fram utan 1. janúar og 17. júní á ári hverju. Tekið er fram að ekki hafi verið tilkynnt sérstaklega um þær orðuveitingar með fréttatilkynningu. Meira »

Sigmundur tekur Kínverjum fagnandi

17:06 Á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs hafa 29.000 kínverskir ferðmenn heimsótt Ísland, en það er 49% aukning á milli ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fagnar þessu ákaflega í samtali við kínversku ríkisfréttastofuna Xinhua. Meira »

Árekstur á Kringlumýrarbraut

16:00 Tveggja bíla árekstur varð fyrir á fjórða tímanum á Kringlumýrarbraut við bensínstöð N1 við Fossvog   Meira »

Hvessir með éljum og skafrenningi

15:48 Seint í kvöld gengur í hvassa norðanátt með éljum og talsverðum skafrenningi um norðanvert landið. Fyrst á Vestfjörðum um kl. 21 og um og fyrir miðnætti norðan- og austanlands. Einnig snjófjúk syðra í nótt, en úrkomulaust. Verður skammvinnt og vestantil lægir með morgninum. Meira »

Lyftu og svitnuðu á öðrum degi jóla myndasyrpa

15:15 Iðkendur í Boot Camp og Crossfit stöðinni í Elliðárdal slógu ekki slöku við í morgun. Þau lyftu, réru, hlaupu og svitnuðu svo um munaði. Ætla má að margir njóti veðurblíðunnar í dag, enda bjart og fallegt veður úti. Meira »

Keyrt yfir leiði í Gufunesi

14:58 Djúp hjólför liggja yfir fjölda leiða í Gufuneskirkjugarði eftir að keyrt hafði verið yfir þau, að því er virðist á stórum jeppa. Vitni munu hafa verið að verknaðinum og verður hann kærður til lögreglu á mánudag. Meira »

Hált á Hellisheiði og í Þrengslum

14:35 Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Greiðfært er á Reykjanesbraut. Hálkublettir eru frá Reykjavík að Borgarnesi. Snjóþekja er á Mosfells- og Lyngdalsheiði en þæfingsfærð er í Grafningnum. Meira »

Andlát: Tómas Árnason

13:04 Tómas Árnason, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og seðlabankastjóri, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi á aðfangadag jóla, þann 24. desember sl. Meira »

Jörð skelfur enn norður af Geysi

11:55 Jarðskjálftahrinan með upptök um 10 km norður af Geysi í Haukadal varir áfram. Frá hádegi í gær hafa mælst tæplega 30 jarðskjálftar í hrinunni, þar af um 10 frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð kl. 12.45 í gær. Meira »

Laus af gjörgæslu eftir bruna

13:23 Konan sem lögð var inn á gjörgæslu Sjúkrahúss Akureyrar eftir eldsvoða á bænum Bjargi í Eyjafjarðarsveit hefur verið útskrifuð þaðan. Rannsókn lögreglunnar á brunanum er á lokastigi en grunur leikur á að eldur hafi kviknað í þurrofni fyrir matvæli Meira »

Reyna að komast inn í Bretland

12:54 Kínversku stúlkurnar tvær sem setið hafa fastar hér á landi yfir jólin hyggjast fljúga til Bretlands á morgun þrátt fyrir að hafa ekki fengið vegabréfsáritun. Töskur sem geymdu vegabréf stúlknanna hurfu úr rútu sem þær voru farþegar í skömmu fyrir jól og hafa enn ekki komið í leitirnar. Meira »

Höfnuðu þrisvar utan vegar

11:49 Erlendir ferðamenn áttu í töluverðum erfiðleikum með að komast frá Egilsstöðum til Akureyrar í gær. Þeir óku sem leið lá á bílaleigubíl en höfnuðu þrisvar sinnum utan vegar. Í eitt skipti fór bifreiðin á hliðina en ferðamennirnir sluppu ómeiddir. Meira »
FORNBÓKABÚÐIN BÓKIN KLAPPARSTÍG 25-27
MIKIÐ ÚRVAL BÓKA Í BÓKABÚÐINNI UM ÞESSAR MUNDIR. VERIÐ VELKOMINN OP...
STAÐGREIÐUM GULL
Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd,...
Galdraskræðan og Jóhannes Birkiland
til sölu bækur eftir Jóhannes Birkiland, Heljarslóð, Sannleikur Poems of he...
COROLLA eða YARIS ÓSKAST, helst sjálfskiptur
Óska eftir að kaupa sjálfskiptan Toyota fólksbíl, Yaris eða Corollu, árg. 1999-2...
 
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.nau...
Félagslíf
Staður og stund
Boðaþing 9 Tréút...
Staður og stund
Staður og stund
Vesturgata 7 Starfsfólk Fé...
Samkoma
Félagsstarf
Háaleitisbraut 58â€"60, 3. ...