Velur bitcoin og íslensk gólfefni

Sommer fyrir framan marmarahöll sína í Las Vegas.
Sommer fyrir framan marmarahöll sína í Las Vegas. Skjáskot af Dailymail

Eigandi spilavítis hefur sett heimili sitt í Las Vegas á sölu og vill fá um 920 milljónir króna fyrir það. Tvennt er óvenjulegt við þetta allt saman: Hann er tilbúinn að taka við greiðslu í bitcoin og á gólfi hússins er íslenskt grjót.

Í frétt AP-fréttastofunnar segir að Jack Sommer finnist það góð hugmynd að fá greitt í rafræna gjaldmiðlinum bitcoin fyrir húsið sem er 2.300 fermetrar að stærð. Hugmyndina fékk hann frá sonum sínum sem vinna við það að kaupa og selja bitcoin. Sommer segir þetta nýjung í fasteignaviðskiptum og veki því athygli. 

Sommer hefur eytt miklum peningum í að gera upp heimili sitt. Gólfin eru úr kínverskum, íslenskum og brasilískum steini. Í kjallaranum eru íbúðir fyrir starfsmenn, heitir pottar og leynigarður, að því er fram kemur í frétt AP.

Fjölmargir fjölmiðlar hafa greint frá málinu, m.a. þessi hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert